Segja að Kane vilji sjálfur borga upp samninginn við Spurs til að geta komist til Bayern Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, ku vera tilbúinn að borga sjálfur upp samning sinn við Tottenham til að losna frá félaginu og geta komist til Bayern München. 2.8.2023 15:01
Sádarnir beina athyglinni að Osimhen og gera honum tjúllað tilboð Fyrst Kylian Mbappé hefur ekki áhuga á að ganga í raðir Al Hilal í Sádi-Arabíu hefur félagið beint athygli sinni að Victori Osimhen og gert honum sannkallað risatilboð. 1.8.2023 16:00
Brynjar Björn tekinn við Grindvíkingum Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Grindavíkur í fótbolta. Hann samdi við félagið út næsta tímabil. 1.8.2023 15:29
Lét gömlu liðsfélagana heyra það: „Stöngin var maður leiksins“ Carli Lloyd, ein besta fótboltakona allra tíma, var ekki hrifin af frammistöðu bandaríska landsliðsins gegn Portúgal og sagði það stálheppið að vera ekki úr leik á HM. 1.8.2023 14:01
Stuðningsmenn hótuðu að skjóta eigin leikmenn í fæturna Leikmenn argentínska fótboltafélagsins Vélez Sarsfield segja að stuðningsmenn þess hafi setið fyrir þeim og hótað að skjóta þá. 1.8.2023 13:30
United gerir nýjan risasamning við Adidas Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur gert nýjan og sannkallaðan risasamning við þýska íþróttavörurisann Adidas. 31.7.2023 16:31
BBC baðst afsökunar á fúkyrðaflaumi í beinni Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á fúkyrðaflaumi sem heyrðist í beinni útsendingu frá leik Ástralíu og Ólympíumeistara Kanada á HM í fótbolta kvenna. 31.7.2023 15:00
Dóttir Ronaldos í Liverpool-treyju Dóttir Cristianos Ronaldo sást í Liverpool-treyju merktri Mohamed Salah. 31.7.2023 14:00
Vatnaskil hjá KR eftir útreiðina á Hlíðarenda Gengi KR tók stakkaskiptum eftir að liðið steinlá fyrir Val, 5-0, í Bestu deild karla í byrjun maí. 31.7.2023 13:00
Helgi hættir með Grindavík Helgi Sigurðsson verður ekki þjálfari karlaliðs Grindavíkur í fótbolta lengur. 31.7.2023 11:47