Ronaldo-fjölskyldan er í fríi og eiginkona hans, Georgina Rodríguez, hefur verið dugleg að birta myndir úr því.
Á einni myndinni sáust börn Ronaldos á hárgreiðslustofu. Athygli vakti að ein dóttir Ronaldos, Alina Martina, var í Liverpool-treyju með nafni Salahs og númerinu ellefu aftan á.
Stuðningsmönnum Manchester United hefur eflaust brugðið í brún að sjá dóttur Ronaldos í Liverpool-treyju enda er pabbinn einn besti leikmaður í sögu United. Ronaldo lék alls 346 leiki fyrir United á árunum 2003-09 og 2021-22 og skoraði 145 mörk.
Ronaldo hætti hjá United um síðustu áramót og gekk í raðir Al Nassr í Sádi-Arabíu. Síðan hafa fjölmargir öflugir leikmenn farið til Sádi-Arabíu.