Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Íslendingar geta komið í veg fyrir að Frakkar tryggi sér sæti á HM í fótbolta í kvöld. Ísland og Frakkland eigast þá við á Laugardalsvellinum í D-riðli undankeppni HM 2026. 13.10.2025 12:47
Alexander vann tvo leggi gegn Littler Heimsmeistarinn Luke Littler vann Alexander Veigar Þorvaldsson, 5-2, á HM ungmenna í pílukasti í dag. 13.10.2025 12:02
Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Grindvíkingurinn Alexander Veigar Þorvaldsson er í riðli með heimsmeistaranum Luke Littler á HM ungmenna í pílukasti. Þeir mætast í dag. 13.10.2025 11:24
Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Ollie Watkins, framherji Aston Villa, hefur dregið sig úr enska landsliðinu sem mætir Lettlandi í undankeppni HM 2026 á morgun. 13.10.2025 11:00
Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sir Bradley Wiggins, einn fremsti hjólreiðakappi sögunnar, glímdi við alvarlega eiturlyfjafíkn. 13.10.2025 10:02
Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Angel City sem vann Houston Dash, 2-0, í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Þetta var fyrsti sigur Angel City í sex deildarleikjum, eða síðan 2. september. 13.10.2025 09:32
Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Fótboltamaðurinn Michail Antonio lenti í lífshættulegu bílslysi á síðasta ári. Hægt var að kaupa brak bílsins á eBay. 13.10.2025 09:02
„Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fabio Capello losaði sig við Brasilíumanninn Ronaldo þegar hann þjálfaði Real Madrid. Honum fannst Ronaldo skorta aga og vilja til að vera í góðu formi. 13.10.2025 08:32
Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Þrátt fyrir að skoska karlalandsliðið í fótbolta hafi færst nær sínu fyrsta heimsmeistaramóti í 28 ár var þjálfari þess afar ósáttur eftir sigurinn á Hvíta-Rússlandi í gær. 13.10.2025 08:03
Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Julian Nagelsmann, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa ætlað sér að gera lítið úr norður-írska landsliðinu eftir leik liðanna í undankeppni HM 2026 í síðasta mánuði. 13.10.2025 07:30