Vilja áfram auka vægi erlendra eigna en minnka við sig í innlendum hlutabréfum Engar stórar breytingar eru boðaðar í nýjum fjárfestingarstefnum tveggja af stærstu lífeyrissjóðum landsins, umsvifamestu fjárfestum landsins, en þær eiga það sammerkt að áfram er lögð áhersla á að auka vægi erlendra verðbréfa í eignasafninu á meðan útlit er fyrir minni áhuga á innlendum hlutabréfum. Óvissa hér heima og erlendis hefur aukist en verðlagning á helstu verðbréfamörkuðum utan Íslands, einkum í Bandaríkjunum, er há um þessar mundir sem gæti skilað sér í auknu flökti í verðlagningu sökum meiri undirliggjandi áhættu. 2.12.2025 16:22
Gætu ráðist í skráningu Bláa lónsins á markað um vorið á næsta ári Stjórnendur og aðaleigendur Bláa lónsins horfa til þess að næsti mögulegi gluggi til að ráðast í frumútboð og skráningu í Kauphöll sé á vormánuðum ársins 2026 en ferðaþjónustufyrirtækið, sem er að líkindum verðmetið á yfir hundrað milljarða, sér fram á að slá fyrri met þegar kemur að tekjum á þessu ári. 2.12.2025 11:34
Lækka verðmat á Brim vegna skerðingar á kvóta og ráðleggja fjárfestum að selja Skerðingar í kvóta á makríl og kolmunna ráða hvað mestu um að virðismat Brims lækkar nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu, og fjárfestum er núna ráðlagt að minnka við stöðu sína í sjávarútvegsfélaginu. Nýlega tilkynnt kaup Brims á öllu hlutafé Lýsis eru sögð vera á „þokkalega háu verði“ en þau muni hins vegar meðal annars tryggja Brim kaupanda að hliðarafurðum á borð við þorsklifur og geta þannig mögulega skapað meiri verðmæti úr þeim. 1.12.2025 16:49
Bandarískir gagnaversrisar kljást um að kaupa atNorth fyrir nærri 700 milljarða Tvö af stærstu gagnaversrekstrarfélögum heimsins eru nú í baráttu um að kaupa atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver hér á landi, en líklegt er að norræna fyrirtækið verði selt fyrir nærri sjö hundruð milljarða. 1.12.2025 14:45
Bjarni heldur áfram að stækka eignarhlut sinn í Skaga Bjarni Ármannsson, stærsti einkafjárfestirinn í Skaga, heldur áfram að bæta stöðugt við stöðu sína í fjármálafyrirtækinu sem á núna í samrunaviðræðum við Íslandsbanka og er hlutur hans að nálgast tíu prósent. 1.12.2025 11:17
Hagkerfið vex undir getu og tapaðar útflutningstekjur gætu verið 200 milljarðar Þótt hagvöxtur hafi verið meiri en Seðlabankinn reiknaði með á þriðja fjórðungi þá munu þeir þjóðhagsreikningar ósennilega ríða baggamuninn við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann segir tölurnar ekki breyta stóru myndinni sem sýni að hagkerfið er að vaxa undir getu með tilheyrandi framleiðsluslaka og glataðar útflutningstekjur vegna ýmissa áfalla að undanförnu gætu numið samanlagt numið yfir 200 milljörðum. 30.11.2025 13:00
Drangar klára þriggja milljarða útboð og er í „afburðarstöðu“ fyrir ytri vöxt Drangar, nýr leikandi á smásölumarkaði sem er eigandi að Orkunni, Samkaupum og Lyfjaval, hefur lokið við hlutafjáraukningu upp á ríflega þrjá milljarða og stjórnendur telja að félagið sé núna vel fjármagnað til að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum rekstrarúrbótum. Stefnt er að verulega bættri rekstrarafkomu strax á næsta ári, meðal annars vegna hagræðingaraðgerða og lokun verslana, en félagið telur sig vera í „afburðastöðu“ til að ná fram ytri vexti í gegnum samruna og yfirtökur. 29.11.2025 13:06
Erum á upphafspunkti ferðaþjónustuhagkerfis sem mun umbreyta Grænlandi „Við erum núna stödd á upphafspunkti ferðaþjónustuhagkerfis sem á eftir að umbreyta Grænlandi á komandi áratug,“ fullyrti forstjóri fjárfestingarfélagsins PT Capital á fjölmennri ráðstefnu um viðskiptatækifæri á Norðurslóðum, en nú þegar er búið að ráðast í verulegar fjárfestingar í flugvöllum sem gæti fjölgað flugfarþegum til landsins upp í meira en 400 þúsund. Til að mæta vaxandi eftirspurn ferðamanna er hins vegar þörf á hóteluppbyggingu fyrir mögulega jafnvirði hundrað milljarða íslenskra króna. 28.11.2025 07:02
Móðurfélag Íslandsturna selt til bandarísks framtakssjóðs Bandaríski framtakssjóðurinn GI Partners hefur gengið frá kaupum á móðurfélagi Íslandsturna en fyrirtækið er eigandi að hátt í 400 fjarskiptaturnum víðs vegar um landið. Innan við fjögur ár eru liðin síðan Nova og Sýn seldu þær eignir frá sér. 26.11.2025 16:50
Skörp kröfulækkun ríkisbréfa með milljarða innfæði frá erlendum sjóðum Markaðsvextir óverðtryggðra ríkisskuldabréfa lækkuðu skarpt í dag í umtalsverðri veltu sem er meðal annars rakin til milljarða króna fjármagnsinnflæðis frá erlendum skuldabréfasjóðum. Eftir að hafa veikst nokkuð á undanförnum vikum styrktist gengi krónunnar því á nýjan leik. 25.11.2025 16:34