Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Aðhalds­stigið „aukist veru­lega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta

Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar.

Ætti ekki endi­lega að hafa á­hrif á um­sóknir um aðrar hlið­stæður Al­vot­ech

Það þarf ekki endilega að vera að þær athugasemdir sem FDA gerði við umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi muni einnig hafa áhrif á aðrar útistandandi umsóknir félagsins, að sögn framkvæmdastjóra rannsókna-, þróunar og framleiðslu, en það skýrist þegar svarbréf berst frá eftirlitinu á seinni hluta mánaðarins og þá fæst betri mynd af næstu skrefum. Alvotech mun senda inn nýja umsókn á þessum fjórðungi og hefur FDA sex mánuði til að taka afstöðu til hennar, en sá tími inniheldur jafnframt mögulega endurúttekt á framleiðsluaðstöðinni.

Einar Örn stýrir fram­taks­sjóðum Kviku og lykil­starfs­menn fá hlut í fé­laginu

Kvika eignastýring hefur gengið frá ráðningum á Einari Erni Hannessyni og Jóni Hauki Jónssyni, sem eru eigendur ráðgjafafyrirtækisins Stakks, í teymi framtakssjóðasviðs og mun Einar Örn stýra sviðinu og taka við af Margit Robertet sem hefur leitt það undanfarin ár. Þá stendur til að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi framtakssjóða Kviku eignastýringar sem verður núna rekið í sérstöku dótturfélagi og lykilstarfsmönnum verður gert kleift að eignast hlut í því.

Stjórn­endur Símans kunna að renna hýru auga til burðugra fé­laga í upp­lýsingatækni

Nýleg kaup Símans á Greiðslumiðlun Íslands styrkja stöðu þess í fjártækni en samstæðan hefur fjárhagslega burði til að leita hófanna á mörkuðum sem vaxa, að mati hlutabréfagreinanda, sem segist meðal annars sjá fyrir sér að næsta skref verði yfirtaka á öflugu félagi í upplýsingatækni. Fjárfestum er ráðlagt að halda stöðu sinni í félaginu óbreyttri.

Lækka veru­lega verðmat sitt á Al­vot­ech og búast við töfum á öðrum hlið­stæðum

Ákvörðun FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir hliðstæðu sína við Simponi mun að líkindum einnig valda töfum á að aðrar nýjar væntanlegar líftæknilyfjahliðstæður þess fái samþykki í Bandaríkjunum, að sögn erlendra greinenda, sem hafa sumir hverjir lækkað verðmat sitt á félaginu talsvert. Tafirnar gætu haft nokkur áhrif á tekjuvöxt og framlegð næsta árs og þrengt að samkeppnisstöðu Alvotech ef keppinautar félagsins komast með sínar hliðstæður fyrr á markað.

Sjá meira