Norðurál stendur undir um fjórtán prósent af öllum tekjum Orkuveitunnar Norðurál á Grundartanga, sem þarf núna að óbreyttu að stöðva framleiðsluna um tvo þriðju um margra mánaða skeið vegna bilunar, keypti meðal annars raforku af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samtals um níu milljarða í fyrra, en fyrirtækið er sömuleiðis stór viðskiptavinur hjá HS Orku og Landsvirkjun. 22.10.2025 16:11
Væri „mjög ákjósanlegt“ að stækka fjártæknihluta Símans með yfirtökum Það felast „ákveðin skilaboð“ í því að gera fjártæknihlutann í starfsemi Símans að sérstöku dótturfélagi, að sögn forstjórans, sem segir að það væri „mjög ákjósanlegt“ að stækkað hann með yfirtökum. Tekjur á þriðja fjórðungi voru í takt við væntingar en rekstrarhagnaður lítillega yfir spám sumra greinenda. 22.10.2025 12:25
Takist vel til að samþætta rekstur Dranga gæti virðið hækkað í nærri 40 milljarða Ef vel tekst til við samþættingu rekstrarfélaga sem heyra undir Dranga, móðurfélag Orkunnar, Samkaupa og Lyfjavals, þá er „ekki óvarlegt“ að ætla að virði hins nýja stóra leikanda á smásölumarkaði geti verið nálægt 40 milljörðum króna, samkvæmt nýrri greiningu. Drangar vinna nú að undirbúningi hlutafjárútboðs þar sem félagið er verðmetið á ríflega 24 milljarða, um fjórðungi hærra en virði þess var í viðskiptum fyrr á árinu þegar samstæðan var mynduð. 21.10.2025 15:47
Peningasendingar til fólks búsett erlendis margfaldast og voru 55 milljarða í fyrra Með mikilli fjölgun einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði með erlendan bakgrunn á undanförnum árum hefur á sama tíma umfang peningasendinga til fólks sem er búsett erlendis margfaldast og nam fjárhæð þeirra á árinu 2024 samtals um 55 milljarðar króna. 20.10.2025 17:44
Nánast allur viðskiptahalli þessa árs er vegna mikilla fjárfestinga gagnavera Veruleg fjárfestingarumsvif vegna uppbyggingar gagnavera hér á landi, fjármögnuð af erlendum sjóðum, hefur leitt af sér mikinn innflutning á tölvubúnaði sem skýrir nánast alfarið þann talsverða viðskiptahalla sem spáð er á þessu ári. 20.10.2025 11:59
Sala á hlutum í fimm ríkisfélögum gæti lækkað vaxtagjöld um yfir 50 milljarða Andvirði sölu á eignarhlutum ríkisins í fimm fyrirtækjum, meðal annars öll hlutabréf í Landsbankanum og tæplega helmingshlutur í Landsvirkjun, gæti þýtt að hægt yrði að greiða niður skuldir ríkissjóðs um liðlega þúsund milljarða og um leið lækka árlegan vaxtakostnað um nærri helming, að sögn forstjóra eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins. 19.10.2025 13:45
Möguleiki á sæstreng til Bandaríkjanna 2027 sem myndi „gjörbreyta stöðunni“ Hagmunasamtök iðnaðarins eiga núna í samtali við stjórnvöld vegna hugmynda um lagningu sæstrengs til Bandaríkjanna, sem gæti þá opnað fyrir uppbyggingu gervigreindargagnavera hér á landi, og náist niðurstaða á allra næstu mánuðum væri raunhæft að slíkur strengur yrði tekin í notkun sumarið 2027. Það myndi „gjörbreyta stöðu“ Íslands í gervigreindarkapphlaupinu og skilað miklum útflutningstekjum. 18.10.2025 13:51
„Meiri líkur en minni“ að skráning Stoða frestist fram á næsta ár Fjárfestingafélagið Stoðir, sem hefur að undanförnu unnið að undirbúningi að hlutafjárútboði og skráningu í Kauphöllina, mun ósennilega láta verða af skráningunni fyrir áramót heldur er núna talið að hún muni færast yfir á fyrri hluta ársins 2026. Á kynningarfundi með fjárfestum var meðal annars bent á að stærstu óskráðu eignir Stoða væru varfærnislega metnar í bókunum miðað við verðmatsgreiningu á mögulegu virði félaganna. 17.10.2025 11:36
Svanhildur Nanna selur allan hlut sinn í Kviku banka Fjárfestingafélag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur hefur selt allan eftirstandandi eignarhlut sinn í Kviku banka fyrir nálægt einn milljarð króna. 17.10.2025 09:57
Ætlar að vera „nánast skuldlaus og með afar sterka sjóðstöðu“ eftir tvær risasölur Fjárfestingafélag Róberts Wessman fær að óbreyttu í sinn hlut samtals nálægt einn milljarð Bandaríkjadala í reiðufé við sölu á lyfjafyrirtækjunum Adalvo og Alvogen US sem verður að stórum hluta nýtt til að gera upp skuldir Aztiq. „Við erum að breyta aðeins um stefnu þegar kemur að fjármögnun félagsins. Við ætlum að vera nánast skuldlaus og með afar sterka sjóðstöðu. Það verður staðan eftir þessi viðskipti,“ segir Róbert, sem fullyrðir að Aztiq samsteypan sé „öflugasta fjárfestingafélag landsins“ þegar kemur að umfangi eigna. 16.10.2025 13:00