Fimm táningar í Belgíu handteknir fyrir hópnauðgun Fimm táningar hafa verið handteknir í Belgíu í tengslum við meinta hópnauðgun 14 ára stúlku sem lést minna en viku eftir árásina. Samkvæmt belgískum miðlum var myndum af árásinni deilt á netinu og stúlkan framdi sjálfsvíg fjórum dögum seinna. 2.6.2021 12:04
Inflúensufaraldrar og hjarta- og æðasjúkdómar draga úr aukningu lífslíka Meðallífslíkur íbúa í ESB-ríkjunum er nú 81 ár, að því er fram kemur í Talnabrunni Embættis landlæknis. Lífslíkur hafa aukist minna í Vestur-Evrópu síðustu ár en áratugina þar á undan, meðal annars vegna skæðra inflúensufaraldra og dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. 2.6.2021 11:38
Þrír greindust með Covid-19 í gær og einn utan sóttkvíar Þrír greindust með Covid-19 í gær, samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Tveir voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Alls eru 44 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2.6.2021 10:55
Maður greinist með sjaldgæft afbrigði fuglaflensu Fertugur kínverskur karlmaður hefur greinst með sjaldgæft afbrigði fuglaflensunnar svokölluðu, fyrstur manna. Engar upplýsingar liggja fyrir um það hvernig maðurinn smitaðist en afbrigðið, H10N3, er ekki talið smitast auðveldlega milli manna. 2.6.2021 08:12
Sérfræðingar hafa áhyggjur af vanþekkingu Breta á píkunni Meirihluti Breta veit ekki hvað allir hlutar píkunnar heita og þá vita nærri 40 prósent ekki hvar snípurinn er. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var meðal einstaklinga á biðstofum heilbrigðisstofnana. 2.6.2021 07:42
Skúta brann á Seyðisfirði í gærkvöldi Skútan Stephima varð alelda í gærkvöldi, þar sem hún lá við Bæjarbryggjuna á Seyðisfirði. Skútan var mannlaus þegar eldurinn kom upp en hún er mjög illa farin. Eldsupptök eru óljós. 2.6.2021 06:28
Leituðu blóðugs manns í Smárahverfinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í nótt blóðugs manns en án árangurs. Tilkynning barst um „illa farinn“ mann í Smárahverfinu rétt fyrir kl. 4 en hann fannst ekki. 2.6.2021 06:13
Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum. 1.6.2021 12:34
80 milljónir króna notaðar á síðasta degi ferðagjafarinnar 2020 Í gær var 15.691 ferðagjöf nýtt, þar af 14.741 að fullu. Heildarupphæð gjafanna sem nýttar voru í gær nam um 80 milljónum króna. 1.6.2021 10:55
Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði. 1.6.2021 08:10