35 greindust með Covid-19 innanlands í gær Þrjátíu og fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær. 335 eru nú í einangrun og 1.353 í sóttkví. 22.9.2021 10:47
Hafði barist við krabbamein í brisi Leikarinn Willie Garson, sem lést á þriðjudag eftir stutt veikindi, hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Frá þessu greinir afþreyingarmiðillinn People. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann lést. 22.9.2021 08:50
Meirihluti barna í 91 ríki fær ekki nauðsynlega næringu Loftslagsbreytingar, átök og kórónuveirufaraldurinn eru að valda því að fjöldi barna í heiminum býr við næringarskort. Samkvæmt Unicef er ástandið raunar svo slæmt að flest börn í 91 ríki fá ekki öll þau næringarefni sem þau þurfa á að halda. 22.9.2021 07:59
Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22.9.2021 07:06
FÍB segja mögulegt að lækka iðgjöld bifreiðatrygginga um 7 milljarða Forsvarsmenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda telja tryggingafélögin geta lækkað iðgjöld bifreiðatrygginga um 7 milljarða króna á ári og samt skilað ásættanlegri afkomu. 21.9.2021 09:39
Mistök í breska varnarmálaráðuneytinu setja afganska túlka í hættu Breska varnarmálaráðuneytið hefur beðist afsökunar á mistökum sem urðu til þess að tölvupóstföng fleiri en 250 afganskra túlka voru gerð opinber og líf þeirra þannig sett í hættu. 21.9.2021 08:40
Villa í ferðagjafaupplýsingum Mælaborðs ferðaþjónustunnar Meinleg villa er í upplýsingum um ferðagjöfina fyrir árið 2020 en þar segir nú að sóttar ferðagjafir séu 360.792 talsins, þegar hámarksfjöldi „útgefinna“ ferðagjafa er í kringum 280.000. 21.9.2021 08:03
Segjast hafa borið kennsl á Valla Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. 21.9.2021 06:59
Spá allt að 40 m/s undir Eyjafjöllum Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag og gul viðvörun á Breiðafirði og á Norðurlandi. Fólk er varað frá því að vera á ferðinni og þá ráðleggur Veðurstofa landsmönnum að ganga frá lausamunum. Á Suðurlandi má gera ráð fyrir talsverðri rigningu með tilheyrandi vatnavöxtum. 21.9.2021 06:45
Býflugur drápu 63 mörgæsir Krufning á 63 mörgæsum sem fundust dauðar í Simon's Town, nærri Höfðaborg í Suður-Afríku, hefur leitt í ljós að þær létust af völdum býflugnastunga. Sérfræðingar segja um ólíkindaviðburð að ræða. 20.9.2021 10:10