„Harmleikur sem átti ekki erindi í fjölmiðla“ Jón Ósmann sakar DV um að hafa birt frétt byggða á einhliða málflutningi barnsmóður sinnar og gagnrýnir miðilinn harðlega fyrir að hafa tilkynnt hann og son hans til Barnaverndar fyrir að hafa reynt að leiðrétta staðreyndavillur fyrir birtingu. 20.9.2021 08:59
Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20.9.2021 08:11
The Crown og Ted Lasso sigurvegarar kvöldsins Drottningardramað The Crown og gamanþættirnir um knattspyrnuþjálfarann Ted Lasso komu, sáu og sigruðu á Emmy-verðlaununum sem veitt voru í nótt. 20.9.2021 07:28
Framsókn og Vinstri græn með flest spil á hendi Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Viðreisn koma oftast við sögu í mögulegum ríkisstjórnum eftir kosningar, ef marka má þingsætaspá Morgunblaðsins, sem byggir á þremur síðustu könnunum MMR fyrir blaðið. 20.9.2021 06:43
Sjóslys við Akurey og leit á Esjunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla vegna slysa í gærkvöldi og nótt. Í tveimur tilvikum voru björgunarsveitir einnig kallaðar til; annað varðaði sjóslys og hitt einstakling sem villtist á Esjunni. 20.9.2021 06:29
MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinu - Samkeppni lifi“. 17.9.2021 11:23
Tuttugu og fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær Tuttugu og fimm greindust með kórónuveiruna SARS-CoV-19 í gær.354 eru nú í einangrun og 765 í sóttkví. 17.9.2021 11:00
Allir á vinnumarkaði verða að framvísa „grænum passa“ Allir einstaklingar á vinnumarkaði á Ítalíu verða að sýna fram á bólusetningu, neikvætt Covid-próf eða vottorð um fyrri sýkingu til að mega mæta til vinnu. Um er að ræða einar hörðustu reglur sinnar tegundar í heiminum. 17.9.2021 09:10
Afstaða efast um lögmæti þess að fangelsa menn á reynslulausn vegna meintra brota Afstaða, félag fanga, hefur kvartað til Umboðsmanns Alþingis fyrir hönd skjólstæðings síns en málið varðar meðal annars efasemdir félagsins um lögmæti þess að senda menn á reynslulausn aftur í fangelsi vegna nýrra brota sem lögregla hefur til rannsóknar. 17.9.2021 08:11
Kynjaskráning liðin tíð en hægt að velja úr átta persónufornöfnum Framhaldsskólarnir eru hættir að skrá kyn nemenda og geta þeir nú valið á milli átta persónufornafna í nemendakerfinu Innu. Að sögn konrektors Menntaskólans við Hamrahlíð er aðeins hægt að velja eitt fornafn eins og stendur en þessu verður breytt. 17.9.2021 06:46