Aftökur og aflimanir hefjast á ný Fangelsismálaráðherra Afganistan, Nooruddin Turabi, segir að aftökur og aflimanir verði teknar upp á nýtt, nú þegar talíbanar eru aftur við stjórn í landinu. Þær verði þó mögulega ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum. 24.9.2021 08:49
Hóta lögsókn vegna einkaréttar á lillabláum Sælgætisrisinn Mondelez hefur hótað fyrirtækinu Nurture Brands lögsókn ef það bregst ekki við og breytir umbúðum ávaxtastykki innan sex mánaða. Forsvarsmenn Mondelez halda því fram að litur umbúðanna brjóti gegn einkarétti fyrirtækisins. 24.9.2021 08:20
Rekstraraðilum verður bannað að halda eftir þjórfé Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast banna atvinnurekendum að halda eftir eða taka hluta þess þjórfé sem viðskiptavinir skilja eftir fyrir þjóna og annað starfsfólk í þjónustustörfum. 24.9.2021 07:45
Harry Potter-stjarnan Tom Felton hneig niður á golfvelli Leikarinn Tom Felton hneig niður á golfmóti í Wisconsin í gær og þurfti að bera hann af vellinum. Felton, sem er best þekktur fyrir að leika Draco Malfoy í kvikmyndunum um Harry Potter, var fluttur á sjúkrahús en engar frekari upplýsingar liggja fyrir. 24.9.2021 07:19
Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24.9.2021 06:58
Vildi ekki þiggja aðstoð eftir umferðarslys en sagðist sár eftir líkamsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðarslys í miðborginni um kvöldmatarleytið í gær. Þar hafði bifreið verið bakkað á mann sem var að ganga yfir götu. Maðurinn vildi enga aðstoð þiggja, að því segir í tilkynningu lögreglu, en sagðist finna til í öllum skrokknum vegna líkamsárásar sem hann hafði orðið fyrir skömmu. 24.9.2021 06:11
Helmingur allra ofbeldisbrota heimilisofbeldi Um helmingur allra ofbeldisbrota sem komið hafa til meðferðar hjá lögreglu frá því í ársbyrjun 2020 falla undir heimilisofbeldi, samtals 1.554 brot. 23.9.2021 08:20
Stjórnvöld í Litháen hvetja landsmenn til að farga kínverskum símum Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt landsmönnum að farga kínverskum símtækjum og kaupa ekki nýja síma frá kínverskum framleiðendum. 23.9.2021 07:24
82 prósent 2.655 ákærðra karlar Af þeim 2.655 einstaklingum sem sættu ákæru í fyrra voru 2.168 karlar, eða 82 prósent. Alls komu 9.132 mál til meðferðar hjá ákæruvaldinu en um er að ræða 5,1 prósent fækkun frá fyrra ári, að því er fram kemur í ársskýrslu ríkissaksóknara. 23.9.2021 06:41
Að minnsta kosti fjórir smitaðir í Seljaskóla og 70 sendir í sóttkví Fleiri en fjórir hafa greinst með Covid-19 í Seljaskóla og allur 6. bekkur hefur verið í sóttkví frá því á föstudag. Bára Birgisdóttir skólastjóri segist hafa staðfestar fregnir um fjögur smit frá smitrakningarteymi almannavarna en hún hafi heyrt af fleiri smitum. 22.9.2021 11:49