Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs

„Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun

Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins.

Fyrsta prjónlesið frá Íslandi komið í hendur hermanna í Úkraínu

Íslenskir ullarsokkar hafa ratað í hendur hermanna á vígvellinum í Úkraínu. Frá því í sumar hefur staðið yfir prjónaátak og -söfnun fyrir íbúa Úkraínu, sem eiga kaldan og harðan vetur fyrir höndum. Búið er að fylla 24 stóra kassa af hlýju prjónlesi og þeim á vafalítið eftir að fjölga.

Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn

Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann.

Líkamsárás, eignaspjöll og menn undir áhrifum

Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt hafi verið fjölbreytt en útköll bárust meðal annars vegna líkamsárásar, fíkniefnaneyslu, ofurölvi einstaklinga og innbrota.

Sjá meira