Lést eftir að hafa verið send út í kofa á blæðingum Sextán ára stúlka lést í Nepal á miðvikudag eftir að hafa verið látin dvelja í litlum kofa fyrir utan heimili sitt vegna þess að hún var á blæðingum. Anita Chand lá sofandi í skýlinu þegar snákur beit hana og lést í kjölfarið. 11.8.2023 09:34
Heimsmethafi gagnrýndur fyrir að yfirgefa deyjandi mann Heimsmethafinn Kristin Harila hefur neitað því að hafa yfirgefið burðarmann sem lá fyrir dauðanum til að ná á topp K2 í Pakistan og setja met í að klífa alla tinda heims hærri en 8.000 metra á sem stystum tíma. 11.8.2023 08:20
Tvær konur til viðbótar upplifðu kynbundinn launamun en fengu ekki leiðréttingu Tvær konur sem störfuðu sem lögfræðingar hjá Rauða krossinum þegar karlkyns samstarfsmaður þeirra sem sinnti sambærilegum stöfum og þær var hækkaður í launum umfram þær hafa ekki fengið leiðréttingu líkt og þriðja konan sem kærði málið til kærunefndar jafnréttismála. 11.8.2023 07:43
Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11.8.2023 07:14
Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10.8.2023 10:00
Upprættu „tæknilega fágaðan“ barnaníðshring eftir morð á fulltrúum FBI Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu handtóku 98 einstaklinga og 45 hafa þegar verið dæmdir í tengslum við umfangsmikinn barnaníðshring. Einstaklingarnir notuðu djúpvefinn til að skiptast á efni en meðal þeirra voru þó nokkrir sérfræðingar í forritun og upplýsingatækni. 10.8.2023 08:43
Skipulagsfulltrúi samþykkir breytingar á Landakotsreit Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. Breytingin mun greiða fyrir byggingu sparkvallar á Landakotstúni. 10.8.2023 08:07
Uppskriftaforrit byggt á gervigreind býður upp á klórgas og annað misjafnt Nýtt uppskriftasmáforrit matvöruverslanakeðju á Nýja-Sjálandi sem byggir á gervigreind hefur stungið upp á heldur nýstárlegum uppskriftum við neytendur, til að mynda drykk sem er í raun klórgas og eitraðar samlokur. 10.8.2023 07:20
Fjárfestingar á öryggissvæðinu námu 5,6 milljörðum í fyrra Kostnaður við rekstur og fjárfestingar Íslendinga og Bandaríkjamanna á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ námu samtals rúmlega 5,6 milljörðum króna í fyrra. Hlutur Bandaríkjanna var 2,9 milljarðar, hlutur Íslands 2,7 milljarðar en fjárfesting Nató nam aðeins 53 milljónum króna. 10.8.2023 06:50
Fjórir handteknir vegna þjófnaða í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Kópavogi í gær sem grunaður er um þjófnað. Var hann staðinn að því að fela verkfæri í runna og gat hvorki gert grein fyrir sér né var með nokkur skilríki á sér. 10.8.2023 06:26