Atvinnuleysi 2,5 prósent í júní Atvinnuleysi var 2,5 prósent í júní og dróst saman um 1,2 prósentustig milli mánaða, samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. 9.8.2023 09:47
2.300 skref hjálpa, 4.000 skref enn meira og 20.000 skref mest Ný rannsókn hefur leitt í ljós að með því að ganga 4.000 skref á dag má draga úr líkunum á því að deyja fyrir aldur fram. Áður var talið að 10.000 væri töfratalan en samkvæmt rannsókninni má sjá ávinning af aðeins 2.300 skrefum. 9.8.2023 09:32
Segir hugmyndir Google aðför að höfundaréttinum Forsvarsmenn Google hafa lagt til að breytingar verði gerðar á höfundaréttarlögum til að heimila fyrirtækjum að mata gervigreind á öllum texta sem fyrirfinnst á netinu. Ef útgefendur vilja ekki að efni þeirra sé notað verði það undir þeim komið að láta vita. 9.8.2023 08:18
Rauði krossinn sekur um kynbundna mismunun Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum. 9.8.2023 07:18
Ógnandi hegðun á almannafæri og líkamsárás með hamri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær eftir að hann sýndi „ógnandi hegðun á almannafæri“. Fór maðurinn ekki að fyrirmælum lögreglu og sagðist meðal annars geta lamið lögreglumenn. 9.8.2023 06:30
Ítalía leggur 40 prósent „hvalrekaskatt“ á hagnað bankanna Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja 40 prósent skatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar. 8.8.2023 09:54
Fyrsta rannsóknin til að prófa rakadrægni tíðavara með blóði Vísindamenn hafa í fyrsta sinn prófað rakadrægni tíðavara með blóði. Hingað til hafa tíðavörurnar, sem flestar eru seldar með fyrirheitum um góða rakadrægni, verið prófaðar með saltvatnslausn. 8.8.2023 09:22
Daglegum lokunum við gosstöðvarnar aflétt Opið verður inn á gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesskaga í dag, frá Suðurstrandavegi. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að daglegum lokunum hafi verið aflétt. 8.8.2023 08:42
Meta beitt dagsektum í Noregi fyrir brot á persónuverndarlögum Yfirvöld í Noregi hafa lagt dagsektir á tæknirisann Meta, eiganda Facebook, fyrir að brjóta gegn persónuverndarlögum. Sektirnar byrja að óbreyttu að telja frá og með 14. ágúst og nema 13 milljón krónum á dag. 8.8.2023 07:50
Lífsförunautur Söndru Bullock látinn eftir þriggja ára baráttu við ALS Bryan Randall, maðurinn sem leikkonan Sandra Bullock kallaði „ástina í lífi sínu“, lést á laugardag. Í tilkynningu frá fjölskyldu Randall sagði að hann hefði greinst með ALS fyrir þremur árum. 8.8.2023 06:55