Var sagður ölvaður en reyndist glíma við heilsukvilla Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti þó útköllum vegna innbrots í Hafnarfirði og einstaklings sem var til ama í miðborginni en sá hét því að láta af hegðun sinni eftir samtal við lögreglumenn. 29.8.2023 06:22
Costco gert að greiða 20 milljón króna stjórnvaldssekt vegna olíuleka Umhverfisstofnun hefur lagt 20 milljón króna stjórnvaldssekt á Costco Wholesale Iceland ehf. vegna brota á ákvæðum um mengunarvarnir. 28.8.2023 09:25
Ályktanir VG: Fullur stuðningur við Svandísi og engar flóttamannabúðir „Lokaðar flóttamannabúðir þar sem fólk er geymt þar til hægt er að senda það úr landi er ekki lausnin á þessari stöðu,“ segir í ályktun sem samþykkt var á flokksráðsfundi Vinstri grænna nú um helgina, um framkvæmd nýrra útlendingalaga. 28.8.2023 09:12
Banna skósíða kyrtla í skólum landsins Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, segist hafa ákveðið að banna stúlkum og konum að klæðast „abaya“, víðum skósíðum kyrtlum í ríkisreknum skólum landsins. 28.8.2023 08:21
Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28.8.2023 07:53
Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28.8.2023 07:10
Sofandi innbrotsþjófur og sjálfsfróun á almannafæri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum um helgina en hún var meðal annars kölluð til vegna manns sem var sagður sofa ölvunarsvefni við fyrirtæki í Reykjavík. 28.8.2023 06:51
Barnalæknar og sálfræðingar vara við nýju Tik Tok-æði Læknar og sálfræðingar í Bandaríkjunum eru afar gagnrýnir á og vara við nýju Tik Tok-æði, þar sem fólki er komið að óvörum þegar egg er brotið á höfði þeirra að því forspurðu. 26.8.2023 14:01
Danir banna brennslu trúar- og helgirita Stjórnvöld í Danmörku hyggjast banna brennur trúar- og helgirita á opinberum stöðum, það er að segja á almannafæri. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra brenna fyrir utan erlend sendiráð nú í sumar. 25.8.2023 10:34
Rannsaka andlát 88 einstaklinga í tengslum við „eitursala“ í Kanada Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum telja að minnsta kosti 88 einstaklinga þar í landi hafa látist eftir að hafa verslað efni af „eitursala“ í Kanada. Kenneth Law var handtekinn í maí síðastliðnum og er grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að fremja sjálfsvíg. 25.8.2023 08:06