Chiellini leggur skóna á hilluna Ítalski knattspyrnumaðurinn Giorgio Chiellini hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir 23 ára langan feril. 12.12.2023 23:30
FCK bauð stuðningsmönnum frían bjór eftir sigurinn Stuðningsmenn FCK höfðu góða og gilda ástæðu til að fagna í kvöld er liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 1-0 sigri gegn Galatasaray á Parken. Í tilefni af sigrinum fengu stuðningsmenn liðsins frían bjór. 12.12.2023 23:01
Madrídingar með fullt hús stiga eftir endurkomusigur Real Madrid endaði riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með fullt hús stiga eftir ótrúlegan endurkomusigur gegn Union Berlin í C-riðli í kvöld. 12.12.2023 22:16
Manchester United úr leik eftir tap gegn Bayern Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 0-1 tap gegn Bayern München í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld. 12.12.2023 22:06
Arnór skoraði og Blackburn nálgast umspilssæti Arnór Sigurðsson skoraði fyrra mark Blackburn Rovers er liðið vann 2-1 sigur gegn Bristol City í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 12.12.2023 21:43
Fjórði sigur Keflvíkinga í röð og Stjarnan heldur í við toppliðin Keflavík, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta, vann öruggan 35 stiga sigur er liðið heimsótti Fjölni í 13. umferð deildarinnar í kvöld, 54-89. 12.12.2023 21:21
Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit Þórir Hergeirsson og norska kvennalandsliðið í handbolta tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum HM með sjö marka sigri gegn Hollendingum, 30-23. 12.12.2023 21:03
Melsungen í átta liða úrslit eftir sigur í Íslendingaslag MT Melsungen tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta er liðið vann sex marka útisigur í Íslendingaslag gegn Leipzig í kvöld, 21-27. 12.12.2023 20:48
Benzema og Kanté skoruðu er Al Ittihad fór áfram Karim Benzema og N'Golo Kanté voru báðir á skotskónum er Al Ittihad tryggði sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts félagsliða með 3-0 sigri gegn nýsjálenska liðinu Auckland City í kvöld. 12.12.2023 20:24
Þriðja tap Íslandsmeistaranna í röð Íslandsmeistarar Vals máttu þola sex stiga tap er liðið heimsótti Þór Akureyri í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 77-71, og meistararnir hafa nú tapað þremur leikjum í röð. 12.12.2023 20:04