Íþróttafréttastjóri

Henry Birgir Gunnarsson

Henry Birgir er íþróttafréttastjóri á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Meistararnir töpuðu gegn einu lélegasta liði deildarinnar

Þó svo Golden State Warriors sé á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni þá misstígur liðið sig reglulega og gerði það heldur betur í nótt. Þá tapaði Warriors fyrir Phoenix sem er með næstlélegasta árangurinn í deildinni.

Ranieri tekinn aftur við uppeldisfélaginu

AS Roma staðfesti nú síðdegis að Claudio Ranieri væri tekinn við sem þjálfari liðsins fram á sumar. Hinn 67 ára gamli Ranieri verður mættur á bekkinn er Roma spilar við Empoli á mánudag.

Kolbeinn laus frá Nantes

Franska úrvalsdeildarfélagið Nantes tilkynnti í dag að félagið hefði náð samkomulagi við Kolbein Sigþórsson um að rifta samningi hans við félagið.

Það VAR rétt að dæma víti á PSG

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem útskýrt er af hverju Man. Utd fékk dæmda vítaspyrnu undir lok leiksins gegn PSG. Vítaspyrnudómurinn þótti umdeildur en United komst áfram í Meistaradeildinni með því að skora úr vítinu.

Dæmdur í 80 leikja bann

Forráðamenn MLB-hafnaboltadeildarinnar í Bandaríkjunum taka orðið mjög hart á lyfjabrotum innan deildarinnar.

Sjá meira