Fréttamaður

Heimir Már Pétursson

Heimir Már er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ís­lendingar styrkja varnir kvenna í Úkraínu

Utanríkisráðherra greindi frá sjötíu og fimm milljón króna framlagi Íslands á leiðtogafundi NATO í gærkvöldi, til að efla búnað kvenna á víglínunni í varnarbaráttu Úkraínu gegn innrás Rússa. Konur gegndu mikilvægu hlutverki í stríðinu og áríðandi að hlusta eftir röddum þeirra á þeirra eigin forsendum.

Afmælisfundur NATO í skugga á­taka í gjörbreyttum heimi

Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma.

Hillir loks undir fram­kvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf

Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín.

Meiri­hluti þjóðarinnar styður aðildar­við­ræður við ESB

Meirihluti þjóðarinnar vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun.

Jarð­göng undir Miklu­braut fýsi­legri kostur

Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar.

Öldrun heimilis­lækna og fólks­fjölgun valda læknaskorti

Skort á heimilislæknum má meðal annars rekja til þess hversu margir þeirra eru að láta af störfum vegna aldurs og örar fjölgunar landsmanna, að sögn formanns Félags íslenskra heimilislækna. Af þessum sökum hafi ekki tekist að fullmanna heilsugæslustöðvar sem eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu.

„Nötur­legt“ ef Barna­sátt­málinn grípur ekki Yazan

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans.

Ríkis­stjórnin líði fyrir efna­hags­á­standið

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fylgistap flokksins ekki góð tíðindi og tekur fram að ríkisstjórnarflokkarnir líði fyrir háa verðbólgu og vaxtastig. Hann er vongóður um að fylgi flokksins aukist næsta vetur.

Samningur stærsta fé­lags BHM gæti hreyft við öðrum fé­lögum

Viska, nýtt stéttarfélag innan Bandalags háskólamanna, gekk fyrst félaga bandalagsins frá kjarasamningi í gær. Formaður BHM segir ekki ólíklegt að samningurinn komi hreyfingu á viðræður annarra félaga sem enn eiga eftir að semja við ríki mög sveitarfélög.

Sjá meira