Félagsmálaráðherra boðar vaxtalaus hlutdeildarlán Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur. 27.11.2019 19:54
Áskorun mótmælenda afhent þingflokksformönnum Fulltrúar samtaka sem mótmæltu á Austurvelli síðast liðinn laugardag afhentu fulltrúum stjórnmálaflokkka á Alþingi í dag áskorun um lögbindingu draga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. 27.11.2019 19:41
Samhæfðar aðgerðir í húsnæðismálum að skila árangri Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. 27.11.2019 12:09
Guðlaugur Þór bauð Lavrov til Íslands Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári. 26.11.2019 20:15
Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26.11.2019 13:15
Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22.11.2019 14:14
Glæsilegt tveggja daga barnaþing sett í Hörpu Forseti Íslands sagði börnum á barnaþingi í dag að mikilvægt væri að setja sér markmið en vera reiðubúinn að endurskoða þau. 21.11.2019 20:00
Innanlandsflugvöllur betri kostur en millilanda í Hvassahrauni Samkvæmt heimildum fréttastofu er komist að þeirri niðurstöðu að það muni taka allt að fimmtán ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni og gera þurfi ítarlegar rannsóknir á svæðinu áður en til framkvæmda kæmi. 21.11.2019 15:19
Fólki gert auðveldara að byggja við húsnæði sitt eða breyta því Fyrsta áfanga í nýju hverfaskipulagi hjá Reykjavíkurborg er lokið en það mun auðvelda fólki að gera breytingar á húsnæði sínu eða byggja við það. Með nýja skipulaginu verður hægt að bæta við fimmtán hundruð íbúðum í Árbæjarhverfi. 15.11.2019 20:22
Forsætisráðherra segir lögbrot fyrirtækja ekki verða liðin Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. 14.11.2019 19:47