Guðlaugur Þór bauð Lavrov til Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2019 20:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári. Sala á hátæknivörum frá Íslandi til Rússlands hefur aukist. Rússneski utanríkisráðherrann bauð þeim íslenska til Moskvu enda taka Rússar við formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tvö ár af Íslendingum. Í morgun skrifuðu utanríkisráðherrarnir síðan undir sameiginlega yfirlýsingu um samfellu í stefnu ráðsins varðandi sjálfbærni norðurslóða á öllum sviðum. En að auki ræddu ráðherrarnir um alþjóðamál, mannréttindamál og tvíhliða samskipti þá sérstaklega í viðskiptum. „Jafnvel á erfiðustu dögum kalda stríðsins héldu þjóðirnar tvær uppi góðum viðskiptasamböndum og samband þjóðanna hefur alltaf verið vinsamlegt. Hindranir Rússa á innflutning matvöru frá Vesturlöndum allt frá árinu 2015 hafa hins vegar hlutfallslega komið sérstaklega hart niður á Íslendingum,“ sagði Guðlaugur Þór á sameiginlegum fréttamannafundi utanríkisráðherranna í Moskvu. Utanríkisráðherrarnir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um stefnu Norðurskautsráðsins í morgun.Aðsend Er eitthvað hægt að mjaka þeim málum? „Það er eitt af því sem ég tók upp og hef verið að vinna að frá því ég tók við sem ráðherra. Þetta snýr líka að því að rússneska matvælaeftirlitið hefur ekki gefið leyfi fyrir ýmis matvæli inn á rússneskan markað. Það var tekið vel í að reyna að finna lausnir á því. Önnur fyrirheit voru nú ekki gefin á fundinum en við munum auðvitað halda áfram að vinna í þessum málum,“ segir Guðlaugur Þór. Lavrov minnti á að að liðin væru átta ár frá því utanríkisráðherra Íslands hefði komið í heimsókn til Rússlands. Þeir hafi þótt rætt flókin málefni norðurslóða í Rovaniemi í Finnlandi í maí. „Við sjáum jákvæð teikn um möguleika á samvinnu í viðskiptum, efnahagsmálum, fjárfestingum og hátækni sem og innan Norðurskautsráðsins,“ sagði Lavrov við upphaf fundar hans og Guðlaugs Þórs. Bauðstu honum að koma til Íslands? „Já ég gerði það. Ég bauð honum sérstaklega að koma á Arctic Circle næsta haust. Hann tók vel í þetta allt saman. Eðlilega hefur hann ekki svarað því núna en það væri auðvitað mikilvægt að fá hann til Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári. Sala á hátæknivörum frá Íslandi til Rússlands hefur aukist. Rússneski utanríkisráðherrann bauð þeim íslenska til Moskvu enda taka Rússar við formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tvö ár af Íslendingum. Í morgun skrifuðu utanríkisráðherrarnir síðan undir sameiginlega yfirlýsingu um samfellu í stefnu ráðsins varðandi sjálfbærni norðurslóða á öllum sviðum. En að auki ræddu ráðherrarnir um alþjóðamál, mannréttindamál og tvíhliða samskipti þá sérstaklega í viðskiptum. „Jafnvel á erfiðustu dögum kalda stríðsins héldu þjóðirnar tvær uppi góðum viðskiptasamböndum og samband þjóðanna hefur alltaf verið vinsamlegt. Hindranir Rússa á innflutning matvöru frá Vesturlöndum allt frá árinu 2015 hafa hins vegar hlutfallslega komið sérstaklega hart niður á Íslendingum,“ sagði Guðlaugur Þór á sameiginlegum fréttamannafundi utanríkisráðherranna í Moskvu. Utanríkisráðherrarnir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um stefnu Norðurskautsráðsins í morgun.Aðsend Er eitthvað hægt að mjaka þeim málum? „Það er eitt af því sem ég tók upp og hef verið að vinna að frá því ég tók við sem ráðherra. Þetta snýr líka að því að rússneska matvælaeftirlitið hefur ekki gefið leyfi fyrir ýmis matvæli inn á rússneskan markað. Það var tekið vel í að reyna að finna lausnir á því. Önnur fyrirheit voru nú ekki gefin á fundinum en við munum auðvitað halda áfram að vinna í þessum málum,“ segir Guðlaugur Þór. Lavrov minnti á að að liðin væru átta ár frá því utanríkisráðherra Íslands hefði komið í heimsókn til Rússlands. Þeir hafi þótt rætt flókin málefni norðurslóða í Rovaniemi í Finnlandi í maí. „Við sjáum jákvæð teikn um möguleika á samvinnu í viðskiptum, efnahagsmálum, fjárfestingum og hátækni sem og innan Norðurskautsráðsins,“ sagði Lavrov við upphaf fundar hans og Guðlaugs Þórs. Bauðstu honum að koma til Íslands? „Já ég gerði það. Ég bauð honum sérstaklega að koma á Arctic Circle næsta haust. Hann tók vel í þetta allt saman. Eðlilega hefur hann ekki svarað því núna en það væri auðvitað mikilvægt að fá hann til Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15