Áhersla lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir í aðgerðum stjórnvalda Ef þingsályktun fjármálaráðherra um 15 milljarða aukningu í framkvæmdir á þessu ári nær fram að ganga verður heildar framkvæmdafé þessa árs um 90 milljarðar króna. Hann segir erfitt að finna leiðir til að eyða meiru það sem eftir lifir árs en þrýst er á það frá stjórnarandstöðuflokkum sem styðja þó allir tillöguna. 26.3.2020 19:20
Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. 26.3.2020 12:03
Seðlabankastjóri segir engin rök fyrir þaki á verðtryggingu Seðlabankastjóri telur engin efni til að setja þak á verðtrygginguna vegna óvissu í efnahagsmálum. Heimilin og fyrirtækinnjóti mikilla vaxtalækkana og engin teikn á lofti um aukna verðbólgu. 25.3.2020 19:20
Reiknað með allt að sjö prósenta atvinnuleysi á þessu ári Horfur eru á að atvinnuleysi aukist mikið á næstu vikum og mánuðum og einkaneysla dragist mikið saman. Þá verði hagvöxtur neikvæður í fyrsta skipti í mörg ár. 25.3.2020 18:30
Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25.3.2020 12:14
Stúdentar krefjast réttinda til atvinnuleysisbóta Stúdentar eru ánægðir með að vera tilgreindir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hins vegar séu horfur á atvinnu í sumar slæmar og því krefjist þeir réttar til atvinnuleysisbóta fyrir þá sem ekki fái vinnu. 24.3.2020 16:05
Hægt að sækja um bætur á móti skertum launum á morgun Reiknað er með að jafnvel tugþúsundir manna muni sækja um bætur á móti skertu starfshlutfalli. Hægt verður að byrja að sækja um bæturnar fyrir hádegi á morgun. 24.3.2020 15:29
Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24.3.2020 11:22
Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda Aðgerðafrumvarp ríkisstjórnarinnar, eða bandormurinn, er komið til nefndar eftir að fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. Frumvörp um fjáraukalög þessa árs, skyldu fólks til að vinna fyrir almannavarnir og um sveigjanleika til sveitarfélaga eru einnig komin til nefnda. 23.3.2020 16:39
Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23.3.2020 14:12