Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af verðbólguskoti Bjarni Benediktsson segist ekki búast við verðbólguskoti miðað við viðbrögð markaðarins. Enda séu vextir á verðtryggðum lánum komnir niður í núll. 23.3.2020 12:23
Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22.3.2020 14:50
Einstök atkvæðagreiðsla í 1.090 ára sögu Alþingis Alþingismenn gengu í halarófu inn í þingsalinn öðrum meginn og út hinum megin við sérkennilega atkvæðagreiðslu í dag. 20.3.2020 19:20
Þingmenn hvetja allir til allsherjar samstöðu Mikil samstaða var meðal þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í morgun um að allir standi saman að því að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahags- og heilbrigðismálum til að vinna gegn áhrifum kórónuveirunnar á samfélagið. 20.3.2020 13:13
Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19.3.2020 20:49
Lægstu laun ekkert skert við skert starfshlutfall Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir. 19.3.2020 18:32
Beðið eftir útreikningum á kostnaði við atvinnufrumvarp Velferðarnefnd bíður eftir útreikningum frá stjórnvöldum varðandi frumvarp um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastörf vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. 19.3.2020 12:39
Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6.3.2020 20:30