Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2020 12:14 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri á fundinum í bankanum í morgun. Vísir/Sigurjón Seðlabankinn ætlar í fyrsta skipti að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða króna á þessu ári með peningaprentun og án þess að ganga á gjaldeyrisforðann. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af verðbólgu þótt gengi krónunnar hafi sigið um tíu prósent frá áramótum. Seðlabankinn leikur stórt hlutverk í viðbrögðum við þvíefnahagsástandi sem nú ríkir og framundan er vegna kórónuveiru faraldursins. Í morgun boðaði bankinn til síns þriðja kynningarfundar með fjölmiðlum og fjármálafyrirtækjum á jafnmörgum vikum. Á fyrri fundunum tveimur lækkaði bankinn megin vexti sína ítveimur stórum skrefum eða um eitt prósentustig samtals. Seðlabankastjóri segir kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eigi að tryggja að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið.Vísir/Sigurjón Nú segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að bankinn muni kaupa ríkisskuldabréf í stórum stíl, það er að segja, lána ríkissjóði peninga. Það verði gert meðpeningaprentun og ekki gengið á gjaldeyrisvaraforðan. „Í ljósi þess að ríkissjóður Íslands muna þurfa aukið fjármagn til að standa skil á útgjöldum vegna Covid19 veirunnar og eins og einnig hefur komið fram hefur ríkissjóður líka veitt gjaldfresti þá er fyrirsjáanlegt að það verði meiri útgáfa,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri hefur boðað að vextir verði lækkaðir niður í allt að núll prósent ef á þurfi að halda og að bankinn eigi mörg önnur verkfæri í kistu sinni eins og fram kom meðal annars í dag. Fyrir viku aflétti bankinn einnig sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna sem þýddi að þeir hafa nú 60 milljarða til viðbótar til að lána út og skuldbreyta, eða samanlagt 350 milljarða á þessu ári. „Þannig að kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eru þá ætluð til þess að tryggja framgang peningastefnunnar á markaði. Tryggja það að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið. Tryggja það að bæði heimili og fyrirtæki geti notið lágra langtímavaxta í gegnum þetta áfall,“ sagði Ásgeir Jónsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34 Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Seðlabankinn ætlar í fyrsta skipti að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða króna á þessu ári með peningaprentun og án þess að ganga á gjaldeyrisforðann. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af verðbólgu þótt gengi krónunnar hafi sigið um tíu prósent frá áramótum. Seðlabankinn leikur stórt hlutverk í viðbrögðum við þvíefnahagsástandi sem nú ríkir og framundan er vegna kórónuveiru faraldursins. Í morgun boðaði bankinn til síns þriðja kynningarfundar með fjölmiðlum og fjármálafyrirtækjum á jafnmörgum vikum. Á fyrri fundunum tveimur lækkaði bankinn megin vexti sína ítveimur stórum skrefum eða um eitt prósentustig samtals. Seðlabankastjóri segir kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eigi að tryggja að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið.Vísir/Sigurjón Nú segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri að bankinn muni kaupa ríkisskuldabréf í stórum stíl, það er að segja, lána ríkissjóði peninga. Það verði gert meðpeningaprentun og ekki gengið á gjaldeyrisvaraforðan. „Í ljósi þess að ríkissjóður Íslands muna þurfa aukið fjármagn til að standa skil á útgjöldum vegna Covid19 veirunnar og eins og einnig hefur komið fram hefur ríkissjóður líka veitt gjaldfresti þá er fyrirsjáanlegt að það verði meiri útgáfa,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri hefur boðað að vextir verði lækkaðir niður í allt að núll prósent ef á þurfi að halda og að bankinn eigi mörg önnur verkfæri í kistu sinni eins og fram kom meðal annars í dag. Fyrir viku aflétti bankinn einnig sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna sem þýddi að þeir hafa nú 60 milljarða til viðbótar til að lána út og skuldbreyta, eða samanlagt 350 milljarða á þessu ári. „Þannig að kaup Seðlabankans á ríkisskuldabréfum eru þá ætluð til þess að tryggja framgang peningastefnunnar á markaði. Tryggja það að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið. Tryggja það að bæði heimili og fyrirtæki geti notið lágra langtímavaxta í gegnum þetta áfall,“ sagði Ásgeir Jónsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34 Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Hefur bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á aukafundi í gær að bankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. 23. mars 2020 08:34
Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. 18. mars 2020 19:30
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01