Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna Fjármálaráðherra segir að það styttist í að skoða verði beinan fjárstuðning ríkissjóðs við fyrirtæki í landinu ef þau eigi ekki að leggja upp laupana. Hann telji ólíklegt að öll brúarlán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Krísan verði lengri en menn voru að vona. 2.4.2020 19:20
Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2.4.2020 13:56
Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2.4.2020 12:22
SA segir fyrirtækin ekki hafa efni á að hækka laun um fjóra milljarða á mánuði Samtök atvinnulífsins vilja fresta þeim launahækkunum sem tóku gildi í gær um þrjá til sex mánuði. Hver mánuður með þessum hækkunum kosti atvinnulífið fjóra milljarða króna. Hafa einnig lagt til frestun á mótframlagi fyrirtækja í lífeyrissjóði. 1.4.2020 14:54
Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk Aukaframlög upp á 6,5 milljarða til samgönguverkefna verður meðal annars nýtt til að fækka þeim þrjátíu og sex einbreiðu brúm sem enn eru á Hringvegi 1. Þá framkvæmdahraði aukinn í ýmsum stórverkefnum í vegagerð, uppbyggingu flugvalla og hafna á þessu ári. 1.4.2020 12:49
Ríkisstjórnin bætir við sig miklu fylgi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki notið meira fylgis frá því í apríl 2018 þegar fimm mánuðir voru frá myndun hennar. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn miss fylgi frá síðustu könnun en stuðningur við aðra flokka stendur í stað samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. 31.3.2020 17:23
Stjórnarandstaðan segir slegið á útrétta hönd hennar Stjórnarandstaðan segir stjórnarflokkana slá á útrétta hönd hennar með því að fella allar hennar tillögur. Atvinnuleysi og samdráttur í samfélaginu verði mun meiri en stjórnarflokkarnir geri ráð fyrir. 31.3.2020 11:50
Vill skoða skuldabréfaútgáfu til almennings Á Alþingi er nú verið að ræða fjölbreyttar aðgerðir stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiru faraldursins. Aðgerðirnar munu þegar upp er staðið kosta tugi milljarða og jafnvel rúma 200 milljarða sem ríkissjóður þarf að fjármagna með lánum. 30.3.2020 14:09
Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30.3.2020 12:07
Framverðir í veirubaráttunni í Víglínunni Þeir sem berjast fyrir heilsu sinni og jafnvel lífi sínu í kórónufaraldrinum njóta faglegrar aðstoðar fremstu lækna, hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks heilbrigðiskerfisins. Tveir framverðir í baráttunni mæta í Víglínuna á Stöð 2 í dag. 29.3.2020 16:45