Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15.5.2020 19:04
Alþingi mögulega á bakvakt í allt sumar Hlutfall bóta í hlutabótaleiðinni lækkar en ríkið greiðir laun fólks á uppsagnarfresti upp að vissu hámarki samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra sem lagt verður fram eftir helgi. Þá verður hert á lögum um kennitöluflakk. 15.5.2020 18:51
Frumvarp geri fyrirtækjum kleift að kljúfa uppsagnartímabil Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. 15.5.2020 13:12
ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14.5.2020 19:20
Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13.5.2020 19:30
Fjármálaráðherra segir sams konar flugfélag verða að rísa á rústum Icelandair fari félagið í þrot Fjármálaráðherra segir verðmæti Icelandair felast í leiðarkerfi þess með Keflavíkurflugvöll sem miðstöð í norður Atlantshafsflugi. Takist ekki að bjarga félaginu verði að reisa annað sams konar félag á grunni þess. 13.5.2020 19:20
Ráðherrar vongóðir um að það versta sé afstaðið Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. 12.5.2020 20:33
Landið opnar fyrir ferðamönnum 15. júní Landið verður formlega opnað fyrir komum ferðamanna hinn 15. júní en þeir verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða framvísa gildu vottorði úr heimalandinu en sæta tveggja vikna sóttkví ella. 12.5.2020 19:59
Framtíð Icelandair á bláþræði og aðgerðir stjórnvalda í Víglínunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hundruð milljaðra aðgerðir stjórnvalda þrengja að ríkissjóði í framtíðinni. Hann ræðir framtíð Icelandair og aðgerðapakka stjórnvalda í Víglínunni ásamt Helgu Völu Helgadóttur formanni velferðarnefndar sem einnig gagnrýnir frumvarp um útlendinga harðlega, 10.5.2020 16:30