Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8.5.2020 20:00
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8.5.2020 19:20
Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7.5.2020 20:00
Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7.5.2020 19:00
Þingforseti freistar þess að ljúka umræðum um umdeilt útlendingafrumvarp Mikið var um atkvæðagreiðslur á Alþingi í dag. En síðdegis hófust umræður um frumvarp með nýjustu efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þingforseti freistar þess að ljúka umræðum um umdeilt útlendingafrumvarp 6.5.2020 19:00
Frumvarp um útlendinga umdeilt innan ríkisstjórnarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á nýlegum útlendingalögum á Alþingi í gær. Þingflokkur vinstri grænna setur fyrirvara við frumvarpið og styður ekki aukna sjálfvirkni í afgreiðslu mála. 6.5.2020 12:00
Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5.5.2020 19:20
Telur til greina koma að endurskoða laun allra æðstu embættismanna Forsætisráðherra segir launahækkun þingmanna og ráðherra hafa verið frestað í júní í fyrra til síðustu áramóta vegna nýgerðra kjarasamninga. Þá hafi verið ákveðið að fresta annarri hækkun sem taka átti gildi hinn 1. júní næstkomandi. 5.5.2020 11:19
Fjármálaráðherra segir enga fá meira en samið hafi verið um við aðra Fjármálaráðherra segir nýfellda kjarasaminga hjúkrunarfræðinga vera gott veganesti til samninganefnda til að ljúka samningum sem báðir aðilar geti sætt sig við. 30.4.2020 17:21