Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2020 20:00 Fjármálaráðherra allt að þrjúhundruð milljarða halla fjármagnaðan með lánum til að geta staðið undir velferðarkerfinu og launum opinberra starfsmanna. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir alvarlega stöðu efnahagsmála nú sýna að ríkissjóður hefði ekki efni á að reka velferðarkerfið og þyrfti að taka lán upp á allt að 300 milljarða til að standa undir því. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgunsagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einkennilegt að hægt væri að grípa endalaust til aðgerða fyrir fyrirtækin en ekki tryggja mannsaæmandi laun hjáþeim sem sinntu grunnstoðum samfélagsins. „Hvar hafa menn verið sem koma hingað upp og spyrja; hvaða breyttu forsendur er ráðherrann að tala um. Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars í svari sínu. Halldóra Mogensen segist átta sig á stöðunni í efnahagsmálum. Spurningin sé hvernig stuðningi stjórnvalda sé forgangsraðað.Vísir/Vilhelm „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun. Þetta snýst um hugmyndafræði. Þetta snýst um hvernig þú forgangsraðar verkefnum sem á að setja fjármagn í. Það á augljóslega ekki að forgangsraða því að greiða hér mannsæmandi laun fyrir þær stéttir sem við höfum bara séð undanfarið að samfélagið bókstaflega hrynur án þeirra,” sagði Halldóra. Verja þyrfti hópa sem sinntu grunnstoðum samfélagsins rétt eins og fyrirtæki landsins í aðgerðum stjórnvalda. „Háttvirtur þingmaður kemur hingað upp og segir að við sýnum því engan skilning að við þurfum að verja velferðarkerfið okkar. Í hvað heldur háttvirtur þingmaður að þessir tvö hundruð og fimmtíu, kannski 300 milljarðar í halla á ríkissjóði á þessu ári fari,“ sagði Bjarni. Hann færi í laun opinberra starfsmanna, í að styðja við almannatryggingakerfið, félagslegu kerfin, til að standa með húsaleigubótum og svo framvegis. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir stjórnvöld hafa gleymt þeim verst settu í aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sagði heimilin og þá verst settu skilda eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. En Bjarni sagði björgun tugþúsunda starfa með aðgerðum stjórnvalda vera ákveðið skólabókardæmi. „Við höfum séð það núna kristaltært hvað það þýðir að tapa þessum störfum. Það þýðir að við höfum ekki efni á almannatryggingum, ekki efni á skólakerfinu. Við höfum ekki efni á að reka spítalana, borga þingmönnum laun eða öðrum opinberum starfsmönnum. Við þurfum að taka fyrir því lán,“ sagði Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 Fjármálaráðherra spyr hvar fólk hafi verið 7. maí 2020 12:08 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fjármálaráðherra segir alvarlega stöðu efnahagsmála nú sýna að ríkissjóður hefði ekki efni á að reka velferðarkerfið og þyrfti að taka lán upp á allt að 300 milljarða til að standa undir því. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgunsagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einkennilegt að hægt væri að grípa endalaust til aðgerða fyrir fyrirtækin en ekki tryggja mannsaæmandi laun hjáþeim sem sinntu grunnstoðum samfélagsins. „Hvar hafa menn verið sem koma hingað upp og spyrja; hvaða breyttu forsendur er ráðherrann að tala um. Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars í svari sínu. Halldóra Mogensen segist átta sig á stöðunni í efnahagsmálum. Spurningin sé hvernig stuðningi stjórnvalda sé forgangsraðað.Vísir/Vilhelm „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun. Þetta snýst um hugmyndafræði. Þetta snýst um hvernig þú forgangsraðar verkefnum sem á að setja fjármagn í. Það á augljóslega ekki að forgangsraða því að greiða hér mannsæmandi laun fyrir þær stéttir sem við höfum bara séð undanfarið að samfélagið bókstaflega hrynur án þeirra,” sagði Halldóra. Verja þyrfti hópa sem sinntu grunnstoðum samfélagsins rétt eins og fyrirtæki landsins í aðgerðum stjórnvalda. „Háttvirtur þingmaður kemur hingað upp og segir að við sýnum því engan skilning að við þurfum að verja velferðarkerfið okkar. Í hvað heldur háttvirtur þingmaður að þessir tvö hundruð og fimmtíu, kannski 300 milljarðar í halla á ríkissjóði á þessu ári fari,“ sagði Bjarni. Hann færi í laun opinberra starfsmanna, í að styðja við almannatryggingakerfið, félagslegu kerfin, til að standa með húsaleigubótum og svo framvegis. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir stjórnvöld hafa gleymt þeim verst settu í aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sagði heimilin og þá verst settu skilda eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. En Bjarni sagði björgun tugþúsunda starfa með aðgerðum stjórnvalda vera ákveðið skólabókardæmi. „Við höfum séð það núna kristaltært hvað það þýðir að tapa þessum störfum. Það þýðir að við höfum ekki efni á almannatryggingum, ekki efni á skólakerfinu. Við höfum ekki efni á að reka spítalana, borga þingmönnum laun eða öðrum opinberum starfsmönnum. Við þurfum að taka fyrir því lán,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 Fjármálaráðherra spyr hvar fólk hafi verið 7. maí 2020 12:08 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56
Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49
Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49
Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37