Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður Skólafélags MA segist óttast að tæplega fimm þúsund undirskriftir, sem safnað var til að mótmæla fyrirhugaðri sameiningu skólans við VMA, endi í ruslinu eftir að hafa verið afhentar ráðherra í dag. Rætt verður við formanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni. 16.9.2023 11:47
Líður vel á áttunda degi hungurverkfalls Mörg hundruð kvikmyndagerðarmenn hafa farið fram á að hvalveiðar verði stöðvaðar. Dýraverndarsinnar segja einn hvalanna sem dreginn var á land í morgun hafa verið skotinn með minnst tveimur hvalskutlum. Þeir segja ekki koma á óvart ef lög um dýravelferð voru brotin við veiðar. 8.9.2023 23:01
Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8.9.2023 12:01
Sameiningaráætlanir framhaldsskóla lausn á fjármagnsskorti Menntamálaráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða sameiningu framhaldsskóla. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. 8.9.2023 09:30
Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7.9.2023 12:01
Skipafélögin rúin trausti og Innnes skoðar að sækja bætur Ölgerðin ætlar að sækja bætur vegna samráðs Samskipa og Eimskipa. Fleiri félög kanna nú réttarstöðu sína og möguleika á skaðabótum. Forstjóri Innness segir skipafélögin tvö rúin trausti og sektarfjárhæð Samskipa senda skýr skilaboð. 6.9.2023 20:58
Hoffmannsstígur verður að Elísabetarstíg Stígur á milli Hringbrautar og Sólvallagötu verður nefndur í höfuðið á Elísabetu Jökulsdóttur skáldi. Til stóð að kenna stíginn við Pétur Hofmann. Elísabet segist orðlaus og þakklát að stígurinn, sem liggur meðfram húsi sem hún bjó í áratugum saman, verði kenndur við hana. 6.9.2023 13:41
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Föngum sem fara í hungurverkfall hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fangelsismálastjóra sem segir tilfellin alvarleg og að menn hafi orðið mjög veikir vegna næringaskorts. 3.9.2023 18:00
Sjö særðir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í Norrköping Sjö eru særðir, þar á meðal eitt barn, eftir sprengingu í íbúðarhúsi í Norrköping í Svíþjóð snemma í morgun. Tilkynning barst viðbragðsaðilum um sprenginguna klukkan sex að staðartíma og þurftu þá 150 íbúar fjölbýlishússins að rýma það. Tveir hafa verið handteknir. 3.9.2023 13:40
Hádegisfréttir Bylgjunnar Aftakaveður og mikil sjóhæð lék íbúa Suðurnesja grátt í nótt. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast og þurftu meðal annars að koma íbúum húss, sem var umlukið sjó, til bjargar. Í hádegisfréttum heyrum við í björgunarsveitarmanni sem tók þátt í aðgerðum í nótt. 3.9.2023 11:35