Sindri hafði betur gegn Sverri vegna ummæla á Twitter Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson hefur verið sýknaður í héraðsdómi af kæru um meiðyrði gegn löfræðingnum og eiganda Nýju vínbúðarinnar Sverri Einari Eiríkssyni. Sverrir krafðist þess að Sindri greiddi honum þrjár milljónir króna í bætur en mun þurfa að greiða málskostnað Sindra Þórs. 11.4.2022 10:31
Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7.4.2022 23:19
Sigursveinn Bjarni leiðir Samfylkingu og óháða í Suðurnesjabæ Sigursveinn Bjarni Jónsson sölustjóri leiðir lista Samfylkingarinnar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Suðurnesjabæ. S-listi Samfylkingar og óháðra var samþykktur samhljóða í gær á fundi Samfylkingarfélags Suðurnesjabæjar í Vitanum í Sandgerði. 7.4.2022 23:06
Íslendingar eyddu tveimur milljörðum í skipulögð ferðalög í mars Íslendingar eyddu að minnsta kosti tveimur milljörðum króna í skipulagðar utanlandsferðir í marsmánuði. Það er sexfallt meiri upphæð en í sama mánuði í fyrra. 7.4.2022 22:20
Brynja Dan oddviti Framsóknar í Garðabæ Brynja Dan Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, skipar fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 7.4.2022 20:39
Ridley Scott tryggir sér kvikmyndarétt að nýjustu skáldsögu Ragnars Framleiðslufyrirtæki leikstjórans og kvikmyndaframleiðandans Ridley Scott hefur tryggt sér réttinn að Úti, nýjustu skáldsögu Ragnars Jónassonar. 7.4.2022 20:24
Allir þrír sem lentu í snjóflóðinu af erlendu bergi brotnir Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið. 7.4.2022 20:13
Fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítala ákærður fyrir fjárdrátt Örn Þ. Þorvarðarson fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítalans hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Hann er sakaður um að hafa dregið sér rúma 4,1 milljón króna úr starfs- og gjafasjóði læknráðs frá 2012 til 2016. 7.4.2022 19:51
„Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7.4.2022 18:58
Ómar Már leiðir Miðflokksmenn í borginni Ómar Már Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, leiðir framboðslista Miðflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 7.4.2022 17:19