Um helmingur landsmanna vill léttvín og bjór í búðir Um helmingur landsmanna vill að heimilt sé að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi. Aðeins um 22 prósent vilja að sterkt áfengi verði til sölu í matvöruverslunum. 12.4.2022 13:38
Skotárás í lestarstöð í New York Lögreglan í New York leitar manns sem sagður er hafa skotið fjölda fólks í lestarstöð í borginni á háannatíma í dag. Fregnir hafa einnig borist af sprengingu og að því að ósprungnar sprengjur hafi fundist á vettvangi. 12.4.2022 13:37
„Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 12.4.2022 11:48
Lilja nýr stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri Lilja Gísladóttir hefur verið ráðin stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri frá og með 1. maí. Lilja hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2002, fyrst sem þjónustufulltrúi og síðar sem þjónustustjóri. 12.4.2022 11:19
Dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að setja stjúpbörn sín í nauðungarvinnu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, fyrir brot í nánu sambandi og fyrir peningaþvætti. 12.4.2022 11:06
Hátt í tvö hundruð bandarískir hermenn æfðu landgöngu í Hvalfirði Bandarískir landgönguliðar eru við lendingaræfingar í Hvalfirði í dag í tengslum við varnaræfinguna Norður-Víking. Um sjö hundruð manns taka þátt í varnaræfingunni sem hófst 2. apríl og sendur til fimmtudags. 11.4.2022 16:39
Haraldur Rafn leiðir Pírata í Hafnarfirði Haraldur Rafn Ingvason líffræðingur leiðir lista Pírata í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í öðru sæti listans er Hildur Björg Vilhjálmsdóttir náms- og starfsráðgjafi. 11.4.2022 16:19
Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11.4.2022 15:42
Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11.4.2022 14:34
„Hvernig afhendirðu lík fyrir mistök?“ Börn manns, sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að bana móður þeirra og eiginkonu hans, segja lögreglu hafa mistekist að halda utan um fjölskylduna eftir að móðir þeirra lést. Þau hafa sent inn kvörtun til nefndar um eftirlit með lögreglu vegna rannsóknarinnar. 11.4.2022 13:21