Hluti fagfjárfesta fékk lánað fyrir kaupum á hlutum í Íslandsbanka Hluti þeirra fagfjárfesta sem keyptu hlut í Íslandsbanka í síðasta hlutafjárútboði í bankanum fékk lán fyrir kaupunum. Þetta staðfestir Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu. 13.4.2022 14:53
ASÍ-UNG segir uppsagnirnar lagalega tæpar Samtök ungs launafólks innan Alþýðusambands Íslands segja hópuppsögn innan Eflingar standa á mjög tæpum lagalegum grundvelli og stangast alfarið við þau siðferðislegu gildi sem þau vilji tileinka sér. 13.4.2022 13:57
Aðeins eitt prósent ekki með brunavarnir á heimilinu Níutíu og átta prósent landsmanna eru með reykskynjara á heimili sínu og aðeins eitt prósent með engar brunavarnir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýlegrar könnunar Maskínu. 13.4.2022 13:28
Siggi Gunnars nýr tónlistarstjóri Rásar 2 Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, hefur verið ráðinn tónlistarstjóri Rásar 2. Siggi starfaði áður sem dagskrár- og tónlistarstjóri útvarpsstöðvarinnar K100. 13.4.2022 11:38
Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13.4.2022 10:25
Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. 13.4.2022 09:55
Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12.4.2022 15:50
Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12.4.2022 15:18
Orkan í Fellsmúla hættir að selja bensín Orkan hyggst breyta bensínstöðinni í Fellsmúla í hleðslustöð fyrir rafknúin ökutæki. Bensínstöð hefur verið á þessum stað í Fellsmúla frá árinu 1971 en stefnt er að því að ný hleðslustöð hefji þar starfsemi fyrir lok árs 2023. 12.4.2022 14:18
Engar fregnir af máli Gylfa fyrr en eftir páska Lögreglan í Manchester á Englandi mun ekki upplýsa um framgang rannsóknar í máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrr en eftir páska. Gylfi er í farbanni, sem rennur út á páskadag. 12.4.2022 13:59