Rifjar upp flótta Matthíasar Mána af Litla-Hrauni: „Vorum smeyk að eitthvað hefði komið fyrir hann“ Einn best skipulagði flótti úr fangelsi hér á landi var þegar Matthíasi Mána Erlingssyni tókst að flýja úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember 2012. Fyrrverandi forstöðumaður á Litla-Hrauni segir starfsmenn hafa haft miklar áhyggjur af Matthíasi á meðan hans var leitað, enda var hann einn á ferli í uppsveitum Árnessýslu um miðjan desember. 28.4.2022 16:44
Bein útsending: Viðreisn kynnir kosningaáherslur í borginni Viðreisn hefur boðað til kynningafundar á stefnu sinni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík. Fundurinn fer fram í garðinum hjá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita flokksins í Reykjavík og hefst klukkan 15. 28.4.2022 14:30
„Ef við setjum upp örbylgjuofn og samlokugrill getum við sótt um vínveitingaleyfi?“ Framkvæmdastjóri Hagkaups segir ekki hafa komið til umræðu hjá verslununum að sækja um vínveitingaleyfi. Hann veltir þó fyrir sér hvort verslanirnar gætu selt áfengi ef þær settu upp samlokugrill og örbylgjuofn og seldu veitingar á staðnum. 28.4.2022 14:04
Fluttur í fangelsi til afplánunar eldri dóms eftir líkamsárás í nótt Karlmaður var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var fluttur í morgun á Hólmsheiði til þess að afpána nýlegan dóm. 28.4.2022 12:06
Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28.4.2022 11:32
„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. 27.4.2022 17:01
Verslun 10-11 í Leifsstöð selur bjór í flöskum Verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð hefur fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois en þó aðeins með 4,6 prósenta vínstyrk en ekki 5 prósenta eins og í vínbúðum landsins. 27.4.2022 15:23
Sekt vegna ólögmætrar teppaútsölu lækkuð í eina milljón króna Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur lækkað þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt sem lögð var á Cromwell Rugs ehf. á síðasta ári niður í eina milljón króna. Félagið auglýsti í fyrra „krísu-útrýmingarsölu“ á handofnum persneskum teppum, sem féll í grýttan jarðveg. 27.4.2022 12:58
Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27.4.2022 11:34
Ákærður fyrir að hafa skorið í sundur þríhöfða annars manns Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið í sundur handleggsvöðva á karlmanni á fimmtugsaldri í Breiðholti haustið 2019. 27.4.2022 11:06