Vara við falskri vefsíðu Landsbankans Landsbankinn varar við svikum sem hafa átt sér stað að undanförnu í nafni bankans. Töluvuþrjótar hafa stofnað vefsíðu, keimlík vefsíðu Landsbankans, þar sem fólk hefur misst háar upphæðir fjár, haldandi að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn. 27.7.2022 10:05
Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26.7.2022 20:46
„Ég vil ekki fara í próf til að sanna að ég sé hinsegin“ Samkynhneigð flóttakona frá Venesúela segir íslensk stjórnvöld ekki hafa veitt henni hæli þrátt fyrir að ólöglegt sé að vera hinsegin í heimalandi hennar. Henni sé hætta búin í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar, sem Útlendingastofnun telji að sé ekki til staðar. 26.7.2022 17:59
Fólk duglegt að kaupa í matinn og kippa með vínflösku hjá Heimkaupum Vefverslunin Heimkaup hóf um síðustu mánaðamót áfengissölu. Forstjóri Heimkaupa segir söluna hafa farið prýðilega vel af stað og fólk sé hóflegt í kaupunum. Það sé helst með matarkaupum sem vínflaska eða kippa af bjór sé látin fylgja með í körfuna. 26.7.2022 13:44
Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. 26.7.2022 10:58
Meira en 70 ferkílómetrar orðið eldunum við Yosemite að bráð Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu hefur tekist að hægja verulega á útbreiðslu skógarelda í nágrenni við Yosemite þjóðgarðinn. Nú hafa 55 mannvirki orðið eldunum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. 26.7.2022 10:43
Skógareldarnir brenni í offorsi svæði sem hefðu átt að brenna á mörgum árum Íslendingur búsettur í Kaliforníu segir ekki boða gott að fyrstu gróðureldar sumarsins brenni með svo miklu offorsi. Eldarnir séu afleiðing áratugalangra mistaka hjá stjórnvöldum sem skilji ekki náttúruna á svæðinu. 25.7.2022 18:01
Þokkaleg veðurspá fyrir Verslunarmannahelgi Eftir því sem nær dregur fara línur að skýrast í veðri fyrir verslunarmannahelgina, en margir eru eflaust með augun daglega á veðurkortinu. Eins og spáin lítur út nú á mánudegi má gera ráð fyrir rigningu um allt land á föstudag, en þá gengur lægð yfir landið sem kemur frá suðri og færist til norðausturs. 25.7.2022 16:34
Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig rúmum fimm prósentustigum í fylgi frá því í júní og mælist nú með á milli 24 og 25 prósenta fylgi. Auk Sjálfstæðisflokksins bæta Flokkur fólksins og Miðflokkurinn við sig fylgi. 25.7.2022 15:35
Telja tæknilega bilun vera ástæðu nauðlendingarinnar Rannsakendur hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa telja að ástæða nauðlendingar á Nýjabæjarfjalli, stuttu frá Akureyri, á laugardag hafi verið tæknileg bilun í flugvélinni. 25.7.2022 14:44