Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en atvikið átt sér stað á fyrsta tímanum í nótt. Svo virðist sem nokkuð hafi verið um að vera hjá umferðardeild lögreglu í nótt af marka má dagbókina.
Bifreið var stöðvuð í Laugardal á tíunda tímanum í gærkvöldi og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur og akstur sviptur ökuréttindum. Annar var stöðvaður í sama hverfi stuttu síðar grunaður um ölvun við akstur.
Einn var þá stöðvaður í Múlum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, akstur svipur ökuréttindum og vörslu fíkniefna. Þá var einn stöðvaður í Breiðholti fyrir að nota farsíma undir stýri. Ökumaðurinn játaði brotið á staðnum. Annar var stöðvaður í miðbæ Kópavogs grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Einn til viðbótar var stöðvaður í Árbæ grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhúsi í Múlum á sjötta tímanum í gærkvöldi þar sem virðist hafa verið farið inn í hús og erðmætum stolið á meðan húsráðandi var vistaður á sjúkrahúsi. Þá kom upp eldur í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur um korter í sex í gærkvöldi. Slökkvilið fór á vettvang og telur að upp hafi komið rafmagnsbruni í loftljósi en skemmdir eru sagðar minniháttar.
Maður í annarlegu átandi var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur eftir ítrekuð afskipti lögreglu. Maðurinn er grunaður um eignarspjöll, til dæmis rúðubrot, og var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá var kona í mjög annarlegu ástandi handtekin í miðbænum í nótt. Hún fór ekki að fyrirmælum lögreglu, er grunuð um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hún var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Afskipti voru þá höfð af karlmanni í íbúðarhúsnæði á Völlunum í Hafnarfirði. Maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum. Lögregla lagði hald á efnin og ritaði vettvangsskýrslu.