Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Meghan Markle vinsælli en Joe Rogan á Spotify

Archetypes, nýtt hlaðvarp hertogaynjunnar Meghan Markle, steypti hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience af stóli sem vinsælasta hlaðvarp streymisveitunnar Spotify í Bandaríkjunum. Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan fyrsti þáttur Archetypes var gefinn út. 

Snoop Dogg stofnar tónlistarrás fyrir börn á YouTube

Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur stofnað YouTube rás fyrir börn, sem nefnist Doggyland - Kids Songs & Nursery Rhymes. Markmið rásarinnar er að hjálpa börnum með félagshæfni með söngi, dönsum og rappi. 

Hrafnhildur er Miss Universe Iceland 2022

Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss East Reykjavík, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2022. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 

Ó­sáttur að rann­sóknin heyri undir annað em­bætti

Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segist ekki sammála því að rannsóknir mála, eins og þess voðaverks sem upp kom á Blönduósi á sunnudag, eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, hefur ekki veitt upplýsingar um framgang rannsóknarinnar til þessa.

Stýri­vaxta­hækkanir komi verst við þá sem keyptu hús­næði í Co­vid

Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 

Segir skóla­meistara FSu hafa lokað á nám fanga án sam­ráðs

Formaður Afstöðu, félags fanga, segir skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa upp á sitt einsdæmi ákveðið að loka á nám fanga við skólann. Það hafi hann gert með því að skrúfa fyrir fjármagn til námsráðgjafa sem lagt hefur leið sína á Kvíabryggju til að aðstoða fanga við nám.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þróun verðbólgunnar veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu.

Sjá meira