Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8.9.2022 06:39
Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8.9.2022 06:15
Engin svör fást um rannsókn Óshlíðarmálsins frá 1973 Lögreglan á Vestfjörðum segir ekki tímabært að svara einstökum spurningum eða bæta við upplýsingum umfram þær sem fram komu í lok maí um rannsókn embættisins á bílslysi sem varð á Óshlíðarvegi í september 1973. 7.9.2022 14:01
Gísli nýr framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabankans Gísli Óttarsson hefur tímabundið tekið við stöðu framkvæmdastjóra bankasviðs Seðlabanka Íslands. Hann tekur við stöðunni af Elmari Ásbjörnssyni sem hefur sagt starfi sínu lausu. 7.9.2022 08:44
Kanadíska árásarmannsins enn leitað Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. 7.9.2022 08:31
Sjö drukknuðu í bílakjallara í Suður-Kóreu Sjö drukknuðu þegar þeir festust inni í bílakjallara í Suður-Kóreu. Mikið vatn hafði flætt inn í kjallarann vegna rigninga og flóða sem fellibylurinn Hinnamnor orsakaði. Fólkið er sagt hafa ætlað að færa bíla sína úr kjallaranum þegar flóðbylgja skall á og drekkti fólkinu. 7.9.2022 07:58
Enginn stuðningsmanna andstæðingsins fær sæti í ríkisstjórn Truss Liz Truss nýr forsætisráðherra Bretlands hefur skipað marga af sínum nánustu vinum, samstarfsmönnum og skoðanabræðrum í ríkisstjórn sína eftir að hún tók við embættinu af Boris Johnson í gær. 7.9.2022 07:34
Tveir handteknir vegna hnífaslagsmála í nótt Lögregla handtók tvo í verslun í miðborg Reykjavíkur klukkan eitt í nótt en þeir höfðu átt í slagsmálum inni í versluninni. Báðir höfðu verið að beita hnífum gegn hvor öðrum. Annar var látinn gista fangageymslur sökum vímu en hinn látinn fara að lokinni skýrslutöku. 7.9.2022 07:03
Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. 7.9.2022 06:52
Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7.9.2022 06:41