Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. 10.9.2022 11:06
Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. 10.9.2022 10:26
Óvænt stödd í miðri þjóðarsorg „Það er svakalega löng röð af fólki með blóm: Sólblóm og hvítar rósir. Það stendur í marga klukkutíma í röð til að fá að leggja blómin sín upp að hallarveggnum,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir sem er stödd fyrir utan Buckingham höll í Lundúnum þegar blaðamaður nær af henni tali. 9.9.2022 13:09
Þjóðarsorg þar til sjö daga eftir útför drottningarinnar Buckingham höll hefur tilkynnt að Karl konungur sé búinn að taka ákvörðun um að þjóðarsorg muni ríkja frá deginum í dag þar til sjö daga eftir útför Elísabetar annarrar Bretadrottningar. 9.9.2022 08:38
Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9.9.2022 07:50
Vaktin: Syrgir móður sína ásamt heimsbyggðinni Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9.9.2022 07:15
Myndasyrpa: Bretar syrgja drottninguna Eftir að fréttir um fráfall Elísabetar II Bretadrottningar barst breskum almenningi í gær safnaðist fólk víða saman til að syrgja þann leiðtoga þjóðarinnar sem lengst sat í hásæti. 9.9.2022 06:58
Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. 8.9.2022 13:31
82 látnir eftir skjálfta í Kína Minnst áttatíu og tveir eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærðinni 6,8 reið yfir héraðið Sichuan í suðvesturhluta Kína á mánudag. 8.9.2022 08:01
Hvítrússneski herinn æfir við landamæri Póllands Hvítrússneski herinn hefur hafið heræfingar við borgina Brest nærri pólsku landamærunum, við höfuðborgina Mínsk og í héraðinu Vitebsk í norðausturhluta landsins. 8.9.2022 07:11