Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári

Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst.

Fluttur með sjúkrabíl eftir rafskútuslys

Einn varð fluttur með sjúkrabíl upp á bráðamóttöku í gærkvöldi eftir að hann lenti í umferðaróhappi á rafskútu í Grafarvogi. Maðurinn var illa áttaður aftir óhappið. 

Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 

Stendur tæpt að stjórnar­kjör geti farið fram í dag

Mæti fulltrúar VR og Eflingar ekki á þing ASÍ í dag, þar sem fram á að fara stjórnarkjör, stendur tæpt að kosningin geti farið fram. Minnst 50 prósent þingfulltrúanna þurfa að vera viðstödd til að hægt sé að halda áfram með kosninguna en aðeins fjóra fulltrúa vantar upp á til að VR og Efling séu með helming þingfulltrúa.

Adnan Syed hreinsaður af sök

Hinn bandaríski Adnan Syed, sem hefur setið í fangelsi í 23 ár fyrir á morðið á fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið hreinsaður af sök. Mál Syeds vakti heimsathygli í rannsóknarhlaðvarpinu Serial, sem kom út fyrir átta árum síðan. 

Fundu fíkni­efna­ræktun í Kópa­vogi

Lögreglan fann á sjötta tímanum í gærkvöldi fíkniefnaræktun í iðnaðarbili í miðbæ Kópavogs. Voru bæði plöntur og tæki gerð upptæk og skýrsla tekin af húsráðanda. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekkert meira kemur fram um umrædda fíkniefnarækt.

Rann­saka meðal annars hvort ein­hver hafi veitt konunni á­verkana

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars til rannsóknar hvort einhver hafi veitt konu, sem fannst látin í Laugardal um helgina, áverka sem fundust á líki hennar. Áverkarnir urðu til þess að lögregla hóf rannsókn með það í huga að konunni hafi verið banað og handtók tvo menn tengda henni.  

Phoenix vill verða fyrsti vara­for­seti ASÍ

Phoenix Jessica Ramos hefur tilkynnt framboð sitt til fyrsta varaforseta Alþýðusambands Íslands. Hún fer upp á móti Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, sem hefur verið fyrsti varaforseti undanfarið kjörtímabil og gegnt starfi forseta síðan Drífa Snædal sagði af sér embættinu.

Sjá meira