Rabbíni drepinn í árásinni Minnst tólf eru látnir eftir skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd á útjaðri Sydney-borgar í Ástralíu í dag. Einn grunaður árásarmaður er látinn og annar hefur verið handtekinn. 14.12.2025 11:53
Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Hryðjuverkaárás var framin í Sydney í Ástralíu fyrr í kvöld. Minnst tólf eru látnir og fjölmargir særðir eftir að skotárás var framin á samkomu gyðinga í borginni. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. 14.12.2025 11:46
Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Fullyrðingar um að Andrew Mountbatten-Windsor fyrrverandi Bretaprins hafi beðið lögreglumann, sem sinnti fyrir hann lífvörslu, um upplýsingar um konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi verða ekki rannsakaðar frekar af lögreglunni í Lundúnum. 13.12.2025 16:27
Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa sleppt 123 föngum úr haldi, þar á meðal baráttukonunni Mariu Kolesnikova. Ákvörðun um frelsun fanganna var tekin eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti að viðskiptaþvingunum á landið yrði aflétt. 13.12.2025 15:22
Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Fyrra leyfi var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar í júlí. Formaður Náttúrugriða segir nokkuð öruggt að náttúruverndarsamtök og landeigendur reyni að fá leyfinu hnekkt. 13.12.2025 14:43
Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Tölvuárás sem gerð var á kerfi Grundarheimilanna á miðvikudag verður kærð til lögreglu á næstu dögum. Forstjóri Grundar varar fólk við að bregðast við póstum frá heimilunum, þar sem netþrjótarnir gætu reynt að hafa samband við fólk. 13.12.2025 12:59
Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Tölvuárás sem gerð var á kerfi Grundarheimilanna á miðvikudag verður kærð til lögreglu á næstu dögum. Forstjóri Grundar varar fólk við að bregðast við póstum frá heimilunum, þar sem netþrjótarnir gætu reynt að hafa samband við fólk. 13.12.2025 11:49
Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Helmingur borgarbúa er óánægður með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra og sextán prósent eru ánægð. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu, sem gerð var frá 20. til 26. nóvember. 9.12.2025 18:32
Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Tíu hafa farist í umferðinni á árinu. Aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir aukið stress í kringum jólahátíðina skila sér í glæfralegum akstri og gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki í of litlu mæli. 9.12.2025 18:10
Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Sífellt fleiri ánetjast sterkum fíkniefnum á borð við kókaín og ópíóða og kókaínreykingar hafa aukist. Formaður Matthildarsamtakanna segir að endurskoða þurfi nálgun stjórnvalda í málaflokknum. 8.12.2025 18:10