Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleika að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum 7.9.2025 11:48
Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Fjölmenn mótmæli fóru fram víða um land í dag til stuðnings fólkinu á Gasa. Fyrrverandi utanríkisráðherra kallar eftir raunverulegum aðgerðum og að viðskiptasambandi við Ísrael verði rift. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6.9.2025 18:10
Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. 6.9.2025 11:47
Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Læknir, sem hefur sérhæft sig í málefnum offitu segir afleiðingarnar af notkun ólöglegra þyngdarstjórnunarlyfja geta verið gríðarlegar. Borið hefur á því að fólk taki sig saman og deili lyfseðli. Hún segir ekki hægt að réttlæta slíka notkun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 5.9.2025 18:12
Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vestfjarðarstofa hefur hrundið af stað átaki til að auka vetrarferðamennsku á svæðinu. Verkefnisstjóri segir fjölmörg tækifæri birtast með vegabótum en framkvæmdir standa yfir víða á vegaköflum sem hingað til hafa verið lokaðir á veturna. 5.9.2025 14:37
Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Rætt verður við dótturina í kvöldfréttum og fjallað ítarlegar um málið í Íslandi í dag. 2.9.2025 18:02
„Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Atvinnuvegaráðherra segir fréttir af lokun fiskvinnslunnar Leo Seafood í Vestmannaeyjum ekki koma alveg á óvart, þó alltaf sé erfitt að heyra svona fréttir. Hún segir Vinnslustöðina seilast langt með því að kenna hækkun veiðigjalda um. 2.9.2025 12:53
Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Framkvæmdum við leikskólann Hlíð mun ekki ljúka fyrr en í apríl 2027 en úrbætur sem ráðast þarf í reyndust meiri en gert var ráð fyrir. Leikskólanum var lokað í október 2022 vegna myglu. 2.9.2025 10:34
Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Mörg hundruð hafa látið lífið vegna jarðskjálfta sem reið yfir Afganistan í gær. Björgunarstörf hafa gengið hægt og erfitt hefur reynst að ná til afskekktra byggða sem urðu illa úti. Talíbanastjórnin þar í landi kallar eftir aðstoð og segir litla hjálp að fá frá alþjóðasamfélaginu. 1.9.2025 22:14
Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Stórbæta á afkomu og réttindi örorku og lífeyrisþega með nýju kerfi sem tók gildi í dag. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri lífeyri en síðustu mánaðarmót. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, kemur í myndver í kvöldfréttum og ræðir þessar breytingar. 1.9.2025 18:12