Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Hreinsunarstarf er hafið á Austurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni. Mikill liðsauki hefur borist á Stöðvarfjörð þar sem mikið verk er fyrir höndum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tjónið í plássinu mikið 7.2.2025 13:09
Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7.2.2025 11:55
„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6.2.2025 13:28
Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við forstjóra Vinnumálastofnunar, sem segir úrskurðinn hafa komið sér í opna skjöldu. 23.1.2025 18:10
Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Aukin ofbeldishegðun barna er stórt samfélagslegt vandamál sem engar töfralausnir finnast við. Þetta segir skólastjóri með áralanga reynslu af starfi með börnum með hegðunarvanda. 22.1.2025 18:13
„Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Formaður Samtakanna 78 skorar á íslensk stjórnvöld að fordæma tilskipanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem skerða réttindi trans fólks. Hún segir stöðuna í Bandaríkjunum hræðilega og öryggi hinsegin fólks sé beinlínis ógnað. 22.1.2025 14:41
Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Donald Trump undirritaði mikinn fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær en meðal fyrstu verka var að náða þá sem réðust inn í bandaríska þinghúsið í janúar 2021. Friðjón Friðjónsson, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, kemur í myndver og skoðar þennan fyrsta dag Trumps í embætti. 21.1.2025 18:11
Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Landsvirkjun hefur óskað eftir því að Hæstiréttur taki fyrir dóm héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Í kvöldfréttum verður rætt við forstjóra Landsvirkjunar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Þá ræðir nýr orku- og umhverfisráðherra málið í beinni útsendingu. 20.1.2025 18:12
Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Icelandair hefur töluverðar áhyggjur af því að ISAVIA hafi verið gert að loka annarri tveggja flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 12.1.2025 18:13
Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Fréttir af þrýstingi hóps Framsóknarmanna um að flýta flokksþingi koma formanninum spánskt fyrir sjónir. Hann segir allt í eðlilegum farvegi. 12.1.2025 11:45