Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Næsti fasi í yfir­töku á Gasaströnd og Njálugleði

Fimm af hverjum sex látnum frá upphafi stríðsins á Gasa voru almennir borgarar. Þetta kemur fram í gögnum frá ísraelska hernum sem lekið var til fjölmiðla. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi fer yfir málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar.

Vendingar í hraðbankamálinu og hús­næði sem fólk vill ekki

Héraðsdómur hefur hafnað beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ. Verjandi mannsins telur ólíklegt að Landsréttur fallist á varðhald, rökstuddan grun skorti í málinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Aukið að­hald í ríkis­fjár­málum og lífs­bar­átta hvals

Fjármálaráðherra boðar meira aðhald í fjármálafrumvarpi haustsins en hefur verið hjá fyrri ríkisstjórnum. Sjálfstæðismenn gagnrýna ríkisstjórnina vegna hækkandi verðbólguvæntinga. Rætt verður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttum.

„Þetta er inn­rás“

Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið.

Ísraels­menn hand­teknir fyrir að mót­mæla stríðinu

Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf.

Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist

Foreldrar barna í leikskólanum Múlaborg í Reykjavík hafa setið fundi með fulltrúum borgarinnar, lögreglu og barnaverndar í dag. Ekkert bendir til að karlmaður, sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. Rætt verður við sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg í kvöldfréttum.

Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum

Lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild segir ekkert benda til þess að leikskólastarfsmaður, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. 

„Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi enda á átökin í Úkraínu. Málið snúist ekki eingöngu um hvar landamæri liggja heldur að úkraínska þjóðin fái að taka ákvarðanir sem fullvalda þjóð, til dæmis um að ganga í Evrópusambandið og NATO.

Sjá meira