83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Áttatíu og þrjú prósent þeirra sem hafa verið drepin á Gasa voru almennir borgarar. Þetta sýna tölur úr leynilegum gögnum ísraelska hersins, sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Utanríkisráðherra Íslands segir einhliða hernað Ísraela kominn út fyrir öll mörk. 21.8.2025 18:45
Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Fimm af hverjum sex látnum frá upphafi stríðsins á Gasa voru almennir borgarar. Þetta kemur fram í gögnum frá ísraelska hernum sem lekið var til fjölmiðla. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi fer yfir málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. 21.8.2025 18:11
Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Héraðsdómur hefur hafnað beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ. Verjandi mannsins telur ólíklegt að Landsréttur fallist á varðhald, rökstuddan grun skorti í málinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. 21.8.2025 11:40
Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Fjármálaráðherra boðar meira aðhald í fjármálafrumvarpi haustsins en hefur verið hjá fyrri ríkisstjórnum. Sjálfstæðismenn gagnrýna ríkisstjórnina vegna hækkandi verðbólguvæntinga. Rætt verður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttum. 20.8.2025 18:12
„Þetta er innrás“ Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið. 20.8.2025 13:01
Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. 17.8.2025 20:01
Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Foreldrar barna í leikskólanum Múlaborg í Reykjavík hafa setið fundi með fulltrúum borgarinnar, lögreglu og barnaverndar í dag. Ekkert bendir til að karlmaður, sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. Rætt verður við sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg í kvöldfréttum. 17.8.2025 17:56
Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild segir ekkert benda til þess að leikskólastarfsmaður, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. 17.8.2025 17:48
„Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi enda á átökin í Úkraínu. Málið snúist ekki eingöngu um hvar landamæri liggja heldur að úkraínska þjóðin fái að taka ákvarðanir sem fullvalda þjóð, til dæmis um að ganga í Evrópusambandið og NATO. 17.8.2025 14:01
Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi endi á átökin í Úkraínu. Hingað til hafi Evrópa hallað sér um of að Bandaríkjunum. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 17.8.2025 11:49