Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum og formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga telur útgerðina hafa misst tengslin við almenning. Sveitarfélögin vilji taka skrefin með nýrri ríkisstjórn svo hægt sé að undirbúa sveitarfélögin betur fyrir áhrif hækkunar veiðigjalda. 23.7.2025 18:11
Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu. 23.7.2025 12:15
Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. 18.7.2025 19:01
Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hlutabréfagreinandi segir lækkun útgerðanna á hlutabréfamarkaði síðustu vikur og mánuði helst mega rekja til hækkunar veiðigjalda. Vel geti verið að fjárfestar snúi sér annað þegar ljóst er að arðgreiðslur félaganna lækki. 15.7.2025 12:00
Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Söguleg tíðindi urðu á Alþingi í dag þegar þingforseti tilkynnti að hún hygðist stöðva 2. umræðu um veiðigjöldin. Umræðan hefur staðið yfir í rúman mánuð. Við förum yfir atburðarrás dagsins, kryfjum kjarnorkuákvæðið svokallaða með stjórnmálafræðingi og fáum formann Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformann Viðreisnar í settið. 11.7.2025 18:13
Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Ekkert hefur komist að í þinginu í dag annað en yfirlýsing forsætisráðherra í morgun. Þar sagði Kristrún Frostadóttir að alvarleg staða væri komin upp og minnihlutann ekki bera virðingu fyrir niðurstöðu þingkosninga. 10.7.2025 18:10
„Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Forsætisráðherra segir þjóðina þurfa að vita hvernig stjórnarandstaðan hegði sér á bak við tjöldin. Hún fordæmir fordæmalausa ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi án samráðs við forseta og segir minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. 10.7.2025 12:09
Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Margir foreldrar gefist upp á biðinni en kostnaður við greiningu hjá einkastofu hleypur á hundruðum þúsunda. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 7.7.2025 18:12
Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Frumvarp um veiðigjöld er eitt á dagskrá Alþingis í dag og búast má við löngum og miklum umræðum. Þingflokksformenn mættu til vikulegs fundar með forseta þingsins í morgun og enn eru þinglokasamningar ekki í höfn. Þingflokksformenn segja rembihnút kominn á viðræðurnar sem sigldu í strand um helgina. 7.7.2025 12:22
Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Metfjöldi barna bíður eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna og hafa aldrei jafn margar tilvísanir borist og á árinu. Til skoðunar er að vísa börnum í meira máli frá. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6.7.2025 18:11