Innlent

Meiri­hluti vill við­ræður við ESB og mikið mann­fall í Íran

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12. vísir

Meirhluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu, sem gerð var í desember. Stjórnmálafræðingur telur líklegt að afstaða fólks taki hröðum breytingum vegna óvissu á alþjóðavísu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Mikill fjöldi mótmælenda hefur fallið í átökum við lögreglu í Íran. Ekkert lát er á mótmælunum og hóta stjórnvöld öllum þeim sem taka þátt dauðarefsingu. 

Nýjum einstaklingum hefur fjölgað umtalsvert síðustu ár, í hópi barna með fjölþættan vanda sem lögreglan leitar að hverju sinni. Þá hefur stúlkum fjölgað í hópnum og eru þær nú fleiri en drengir.

Í íþróttapakkanum förum við yfir nýtt Íslandsmet, sem slegið var fyrr í dag, og gerum upp leiki næturinnar í bandaríska fótboltanum, NFL. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×