

Frosti Logason
Nýjustu greinar eftir höfund

„Pabbi barnanna minna var farinn“
Sigurbjörg Sara Bergsdóttir er ráðgjafi sem hefur í fimmtán ár starfað við að hjálpa fólki að komast út úr áföllum, kvíða og þunglyndi. Í því starfi hefur hún reglulega unnið með aðstandendum fólks sem hefur farið í sjálfsvígum en því fylgir nær undantekningalaust gríðarlegt áfall þeirra sem eftir standa og mikið af óuppgerðum hugsunum með tilheyrandi kvíða og stundum sjálfsásökunum.

OnlyFans ekki „easy money heldur vinna“
Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni.

„Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“
Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi.

„Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“
Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans.

Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir óskiljanlegt að Íslendingar vilji ekki vera í fremstu röð þegar kemur að bólusetningum gegn COVID-19, rétt eins og við höfum verið almennt í vörninni gegn veirunni. Þetta kom fram í spjalli hans við útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun.

„Ég var að berjast fyrir því að halda mér á lífi“
Þann 18. janúar síðastliðinn varð mjög harður árekstur á Sandgerðisvegi þegar tveir bílar lentu þar framan á hvor öðrum á miklum hraða. Í öðrum bílnum var próflaus ökumaður undir áhrifum vímuefna en lögreglan var að veita honum eftirför eftir að hann hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður.

Óskar engum að fá ekki að sjá barnið sitt
Halldór Heiðar Hallsson lögmaður er faðir 5 ára stúlku en hann hefur deilt forsjá hennar með barnsmóður sinni undanfarin fjögur ár.

Handtekinn þótt lögheimili barns hafi verið hjá honum
Halldór Heiðar Hallsson var handtekinn á heimili sínu eftir að hafa sótt fimm ára dóttur til barnsmóður sinnar sem hann segir hafa tálmað umgengni í tíu vikur.

„Ekki sjálfgefið að maður komist í gegnum þetta“
Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir var fertug þegar 16 ára sonur hennar, Orri Ómarsson, féll fyrir eigin hendi í janúarmánuði árið 2010. Guðrún Jóna segir umræðuna um sjálfsvíg vera skammt á veg komna hér á landi og finnst vanta opinskáa umræðu um málefnið en sjálf hefur hún á undanförnum árum lagt áherslu á að vera til staðar fyrir aðra sem misst hafa ástvini í sjálfsvíg.

Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi
Dr. Robin Carhart-Harris sem er sérfræðingur í rannsóknum á ofskynjunarlyfjum segir þær meðferðir, sem rannsóknarteymi hans hjá Imperial College í London hafi framkvæmt á þunglyndissjúklingum á undanförnum árum, hafa skilað markverðum árangri. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við hann í útvarpsþættinum Harmageddon í gær.