„Pabbi barnanna minna var farinn“ Sigurbjörg Sara Bergsdóttir er ráðgjafi sem hefur í fimmtán ár starfað við að hjálpa fólki að komast út úr áföllum, kvíða og þunglyndi. Í því starfi hefur hún reglulega unnið með aðstandendum fólks sem hefur farið í sjálfsvígum en því fylgir nær undantekningalaust gríðarlegt áfall þeirra sem eftir standa og mikið af óuppgerðum hugsunum með tilheyrandi kvíða og stundum sjálfsásökunum. 17.5.2021 21:30
OnlyFans ekki „easy money heldur vinna“ Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni. 26.4.2021 19:50
„Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. 29.3.2021 23:34
„Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23.3.2021 10:31
Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir óskiljanlegt að Íslendingar vilji ekki vera í fremstu röð þegar kemur að bólusetningum gegn COVID-19, rétt eins og við höfum verið almennt í vörninni gegn veirunni. Þetta kom fram í spjalli hans við útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun. 3.3.2021 13:45
„Ég var að berjast fyrir því að halda mér á lífi“ Þann 18. janúar síðastliðinn varð mjög harður árekstur á Sandgerðisvegi þegar tveir bílar lentu þar framan á hvor öðrum á miklum hraða. Í öðrum bílnum var próflaus ökumaður undir áhrifum vímuefna en lögreglan var að veita honum eftirför eftir að hann hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. 8.12.2020 19:38
Óskar engum að fá ekki að sjá barnið sitt Halldór Heiðar Hallsson lögmaður er faðir 5 ára stúlku en hann hefur deilt forsjá hennar með barnsmóður sinni undanfarin fjögur ár. 29.10.2020 10:39
Handtekinn þótt lögheimili barns hafi verið hjá honum Halldór Heiðar Hallsson var handtekinn á heimili sínu eftir að hafa sótt fimm ára dóttur til barnsmóður sinnar sem hann segir hafa tálmað umgengni í tíu vikur. 28.10.2020 14:26
„Ekki sjálfgefið að maður komist í gegnum þetta“ Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir var fertug þegar 16 ára sonur hennar, Orri Ómarsson, féll fyrir eigin hendi í janúarmánuði árið 2010. Guðrún Jóna segir umræðuna um sjálfsvíg vera skammt á veg komna hér á landi og finnst vanta opinskáa umræðu um málefnið en sjálf hefur hún á undanförnum árum lagt áherslu á að vera til staðar fyrir aðra sem misst hafa ástvini í sjálfsvíg. 18.10.2020 21:00
Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Dr. Robin Carhart-Harris sem er sérfræðingur í rannsóknum á ofskynjunarlyfjum segir þær meðferðir, sem rannsóknarteymi hans hjá Imperial College í London hafi framkvæmt á þunglyndissjúklingum á undanförnum árum, hafa skilað markverðum árangri. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við hann í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 7.10.2020 12:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent