Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Frosti Logason skrifar 3. mars 2021 13:45 Björn Ingi Hrafnsson. Vísir/Vilhelm Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir óskiljanlegt að Íslendingar vilji ekki vera í fremstu röð þegar kemur að bólusetningum gegn COVID-19, rétt eins og við höfum verið almennt í vörninni gegn veirunni. Þetta kom fram í spjalli hans við útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun. Björn bendir á að forsætisráðherra Danmerkur og kanslari Austurríkis séu nú á leið í heimsókn til Ísraels, þar sem búið sé að bólusetja um 80% þjóðarinnar með bóluefni frá Pfizer, og Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana, hafi sagt bóluefnaáætlun ESB alveg hafa brugðist og nú ætli Danir að grípa til eigin ráða til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar. „Hvers vegna er ekki umræða á Alþingi um þetta? Hvers vegna treystum við í einu á öllu á áætlun Evrópusambandsins, sem allir eru sammála um að hafi brugðist? Af hverju tökum við ekki líka til eigin ráða?“ spyr Björn Ingi sem bendir á að aðeins örfá prósent íslensku þjóðarinnar hafi nú verið bólusett, við séum enn aðeins að byrja fyrri bólusetningar á fólki sem er áttrætt og eldra og langt sé að óbreyttu í að hjarðónæmi verði náð þar sem svo fáir skammtar hafi borist til landsins. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Rokkprófið - Jónsi vs. Ólöf Jara Harmageddon Segist aldrei hafa fengið stefnuyfirlýsingu Breiviks Harmageddon Stúdentar sólgnir í ölið Harmageddon Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Harmageddon „Við sem þjóð við höfum aðra hagsmuni en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins“ Harmageddon Er fólk sem hnerrar með látum að gera það viljandi? Harmageddon Hringt til útlanda: Hvað finnst evrópskum almenningi um Pollana? Harmageddon
Björn bendir á að forsætisráðherra Danmerkur og kanslari Austurríkis séu nú á leið í heimsókn til Ísraels, þar sem búið sé að bólusetja um 80% þjóðarinnar með bóluefni frá Pfizer, og Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana, hafi sagt bóluefnaáætlun ESB alveg hafa brugðist og nú ætli Danir að grípa til eigin ráða til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar. „Hvers vegna er ekki umræða á Alþingi um þetta? Hvers vegna treystum við í einu á öllu á áætlun Evrópusambandsins, sem allir eru sammála um að hafi brugðist? Af hverju tökum við ekki líka til eigin ráða?“ spyr Björn Ingi sem bendir á að aðeins örfá prósent íslensku þjóðarinnar hafi nú verið bólusett, við séum enn aðeins að byrja fyrri bólusetningar á fólki sem er áttrætt og eldra og langt sé að óbreyttu í að hjarðónæmi verði náð þar sem svo fáir skammtar hafi borist til landsins. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Rokkprófið - Jónsi vs. Ólöf Jara Harmageddon Segist aldrei hafa fengið stefnuyfirlýsingu Breiviks Harmageddon Stúdentar sólgnir í ölið Harmageddon Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Harmageddon „Við sem þjóð við höfum aðra hagsmuni en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins“ Harmageddon Er fólk sem hnerrar með látum að gera það viljandi? Harmageddon Hringt til útlanda: Hvað finnst evrópskum almenningi um Pollana? Harmageddon
„Við sem þjóð við höfum aðra hagsmuni en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins“ Harmageddon
„Við sem þjóð við höfum aðra hagsmuni en einhver lítil forréttindaklíka í kringum forystu Framsóknarflokksins“ Harmageddon