Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10.1.2019 19:57
Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4.1.2019 20:00
Músagildra á tungunni og tappatogari í gegnum nefið Sýningin, sem verður sýnd næstu vikuna á landinu, er kölluð hliðarsirkús og er tengd furðusýningum. Þetta er gamalt sviðslistaform sem hefur fylgt farandsirkúsum í gegnum tíðina. 7.12.2018 21:00
Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3.12.2018 18:53
Leikskólastjórar ósáttir: „Borgin er að byggja gæsluvelli, ekki leikskóla“ Samráðsfulltrú leikskólastjóra í Reykjavík segir lítið gagn í því að fjölga leikskólaplássum þegar fagmenntaðir leikskólakennarar fást ekki til starfa en nú er eingöngu 25 prósent starfsfólks á deildum fagmenntað. 20.11.2018 15:45
Hækkuð þjónustugjöld banka bitni verst á gamla fólkinu Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þjónustugjöld bankanna falin gjöld sem erfitt sé fyrir viðskiptavini að átta sig á. Hækkuð gjöld bitni helst á þeim sem nýta sér ekki nýjustu tækni í bankaviðskiptum, til að mynda eldra fólki. 19.11.2018 14:15
Sagafilm verðlaunað fyrir jafnan hlut kvenna í starfi og framleiðslu Sagafilm hefur hlotið hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018 fyrir að hafa jafnað hlut kynjanna þegar kemur að starfsmönnum og stjórnun auk fleiri kvenhlutverka í framleiðslu. 19.11.2018 12:38
Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7.11.2018 11:36
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þak á leiguverð, vaxandi óþol fyrir kynferðislegri áreitni og fundur forsætisráðherra með breskri starfssystur sinni er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld. 30.10.2018 17:51
Erfitt að manna þjónustu við aldraða Þau sem starfa við þjónustu aldraðra telja að stórauka þurfi þjónustuna og segja helstu áskoranir felast í ónógu fjármagni og erfiðleikum við að manna stöður. Einnig að leita þurfi leiða til að tryggja aðgengi að þjónustunni fyrir aldraða íbúa á landsbyggðinni. 28.10.2018 20:15