Skólastjórnendur MH segja fagaðila hafa verið kallaða til Skólastjórnendur Menntaskólans við Hamrahlíð hafa sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar fjölmiðla um mótmæli nemenda vegna kynferðisofbeldis. Nemendurnir mótmæltu því í gær að þurfa að mæta gerendum á göngum skólans. 4.10.2022 14:00
Rjúfa þögnina og greina frá atburðarásinni YouTube hópurinn, „The Try Guys“ sendu frá sér tilkynningu um skandalinn sem átti sér stað innan hópsins. Einn meðlimur hópsins hélt fram hjá eiginkonu sinni með starfsmanni sínum. Hópurinn hefur lítið tjáð sig síðan framhjáhaldið kom í ljós en hefur nú birt myndband til aðdáenda sinna. 4.10.2022 13:02
Lindsay Lohan snýr aftur í nóvember Á deginum sem Aaron Samuels spurði Cady Heron hvaða dagur væri, Mean Girls deginum þann 3. október birti Lindsay Lohan plakatið fyrir komandi Netflix mynd sína „Falling for Christmas.“ 4.10.2022 11:54
Nýr Svartur pardus og neðansjávar þjóðir Ný stikla vegna nýrrar Black Panther kvikmyndar, „Black Panther 2: Wakanda Forever“ var birt í gær. Stiklan gefur meiri innsýn inn í komandi kvikmynd sem verður frumsýnd þann 11. nóvember næstkomandi. 4.10.2022 10:53
Nægt vatn ekki tryggt á Hvanneyri fyrir slökkvilið Borgarbyggðar Slökkivilið Borgarbyggðar framkvæmdi æfingar í Borgarnesi og á Hvanneyri þann 1. október síðastliðinn. Á meðan á æfingunni á Hvanneyri stóð á aðeins að hafa tekið nokkrar mínútur að tæma vatn úr dreifikerfi á svæðinu og varð vatnslaust í nærliggjandi byggð í kjölfarið. 3.10.2022 16:16
Fellibylurinn gæti reynst tryggingafélögum Flórída dýr Meira en 80 manns eru sögð látin eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir Flórída og Norður- og Suður-Karólínu. Búist er við því að viðgerðir og uppbygging ásamt aðstoð vegna fellibylsins muni kosta tugi milljarða Bandaríkjadala. Þar að auki muni fellibylurinn kosta tryggingafélögin augun úr. 3.10.2022 14:32
Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3.10.2022 12:46
Ólíklegast að kjósendur Vinstri grænna myndu fá sér húðflúr Nýr þjóðarpúls Gallup hefur leitt í ljós að nærri þrír af hverjum tíu Íslendingum eru með húðflúr. Flúrin séu algengust hjá þeim sem kysu Flokk fólksins, Viðreisn eða Pírata. 3.10.2022 11:25
Hildur Guðnadóttir eigi möguleika á að slá met hljóti hún tilnefningu Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir er sögð eiga möguleika á því að vera tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna á komandi hátíð. Bæði fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ og „Women Talking.“ 30.9.2022 23:56
Nýtt útlit mynta með andliti Karls III lítur dagsins ljós Útlit nýrra mynta sem munu bera andlit Karls III Bretlandskonungs hefur verið afhjúpað af konunglegu myntsláttunni. Karl er sagður vera hæstánægður með útkomuna á útliti eigin vangasvips. Myntin er hönnuð út frá ljósmynd af konungi. 30.9.2022 22:52
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent