Nýr ríkissáttasemjari kynntur á allra næstu dögum Stefnt er að því að ganga frá ráðningu nýs ríkissáttasemjara á allra næstu dögum. 3.2.2020 17:30
Katrín ræddi loftslagsmál, Brexit og FATF við leiðtoga EFTA-ríkjanna Samstarf EFTA-ríkjanna í samskiptum við Bretland á árinu var sérstaklega rætt á fundinum en ríkin eiga marga sameiginlega hagsmuni gagnvart Bretlandi. 3.2.2020 14:43
Ræddu siðareglur við sérfræðinga ÖSE Formaður nefndarinnar segir meðal annars hafa komið fram á fundinum að allt of algengt sé í Evrópu að slíkar siðareglur hafi verið notaðar gegn stjórnarandstöðunni. 3.2.2020 13:01
Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3.2.2020 10:37
Segir ekki þingmanni sæmandi að saka heila atvinnugrein um glæpastarfsemi Félag atvinnurekenda segir þingmann Sjálfstæðisflokksins bera heila atvinnugrein þungum og órökstuddum sökum með því að segja blómaheildsala stunda misnotkun og smygl. 1.2.2020 20:00
Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. 1.2.2020 18:15
Niðurstaðan sýni hversu margir öldungardeildarþingmenn telji sig þurfa á stuðningi Trump að halda Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir niðurstöðuna tryggja enn frekar, það sem fyrir þótti nokkuð ljóst, að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot. 1.2.2020 14:15
Breytt gjaldskrá Póstsins „mikið högg“ fyrir lítinn héraðsfréttamiðil Gjaldskrárbreytingar hjá Póstinum koma afar illa við rekstur Austurfrétta og annarra héraðsmiðla að sögn ritstjóra. 1.2.2020 13:45
Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1.2.2020 12:22
Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. 31.1.2020 18:15