Sakaði Miðflokkinn um að draga rök gegn borgarlínu „út úr rassgatinu á sér“ Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. 10.6.2020 13:44
Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9.6.2020 14:39
„Setur hættulegt fordæmi“ að hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. 9.6.2020 12:31
Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. 8.6.2020 13:37
Þurftu að fækka plássum á Vogi um helming í samkomubanni Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu Vogi um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. 7.6.2020 20:00
Segir Guðna hafa brugðist Forseti Íslands brást þjóðinni með því að staðfesta lög frá Alþingi sem tengdust þriðja orkupakkanum að mati forsetaframbjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar. 7.6.2020 19:00
Guðni segir þá sem vilji að hann nýti málskotsréttinn vita að safna þurfi undirskriftum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kveðst hlynntur breytingum á stjórnarskrá sem feli í sér að tiltekinn hluti kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. 7.6.2020 19:00
Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7.6.2020 15:41
Gætu þurft að beita hörðum aðgerðum gegn þeim sem hlýða ekki fyrirmælum vegna skimana á landamærum Vettvangsprófanir verða gerðar á næstu dögum í tengslum við undirbúning fyrir skimun fyrir COVID-19 á landamærum. Það væri lögreglumál og gæti þurft að beita hörðum aðgerðum gegn þeim sem neita að hlíta fyrirmælum yfirvalda og þeim reglum sem gilda þegar komið er til landsins. 7.6.2020 13:42
Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul. 6.6.2020 21:00