Foreldrar krafist úrbóta áður en myglan greindist en talað fyrir daufum eyrum Unnið er að leiðum til að bregðast við myglu í Melaskóla og framkvæmdir gætu hafist í vor. Deildarstjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir bestu leiðina vera að endurnýja innra og ytra byrði hússins en til þess þurfi að aflétta friðunarákvæði. Formaður foreldrafélags skólans segir félagið lengi hafa kallað eftir því að brugðist verði við slæmu ástandi hússins en talað fyrir daufum eyrum. 2.3.2023 23:51
Landsmenn andi rólega þrátt fyrir opinberun meintra ósiða Enginn þarf að missa svefn þó að útlendingum þyki einkennilegt að Íslendingar sjúgi upp í nefið og tali á innsoginu í tíma og ótíma, að mati Alberts Eiríkssonar, matarbloggara og siðameistara. Kurteisisvenjur litist af uppeldi og menningu hverrar þjóðar fyrir sig og sumir siðir geti talist áhugaverð þjóðareinkenni. 2.3.2023 22:35
Enga menningu að finna í boxum Pósthús eru menning á undanhaldi að sögn rithöfundar sem harmar breytta póstþjónustu. Pósthúsum hefur víða verið lokað og segir hún að reka þurfi áróður fyrir bréfaskriftum. 2.3.2023 19:48
Leiga og verðbólga lækkaði hagnað Nova Heildartekjur fjarskiptafélagsins Nova jukust um 4,6% á árinu 2022 og fóru úr 12.083 í 12.641 milljónir króna milli ára. Þar af var 10% vöxtur í þjónustutekjum sem námu 9.110 milljónum króna á síðasta ári. Vöxturinn er sagður einkum tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á árinu. 2.3.2023 17:37
Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28.1.2023 14:12
Bein útsending: Hvað er hugsun? Hvað er hugsun? er heitið á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar þar sem fjórir fyrirlesarar velta fyrir sér hvernig hugsun fæðist og hvaða þýðingu fyrirbærið hugsun hefur fyrir alla okkar tilveru. 28.1.2023 13:12
Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28.1.2023 10:33
Slydda eða snjókoma verður að rigningu Spáð er sunnan 8 til 15 metrum á sekúndu og slyddu eða snjókomu í dag en það hlýnar með rigningu víða um land. Úrkomumest verður á Suður- og Vesturlandi en fram eftir morgni má búast við snjókomu fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig eftir hádegi í dag með hægari suðvestanátt síðdegis og kólnar smám saman með skúrum og síðar slydduéljum. 28.1.2023 07:59
Beit lögreglumann þegar afskipti voru höfð af honum Einstaklingur var handtekinn grunaður um hótanir og líkamsárás í Hlíðum í Reykjavík. Beit sá lögreglumann þegar afskipti voru höfð af honum, af því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingurinn var í kjölfarið vistaður í fangageymslu í tengslum við rannsókn málsins. 28.1.2023 07:48
Arnar Grant snúinn aftur Arnar Grant hefur hafið störf sem einkaþjálfari hjá líkamsræktarstöðinni Pumping Iron. Verktakasamningi hans hjá World Class var sagt upp á seinasta ári eftir að Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar og Vítalíu Lazarevu til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. Þau hafa bæði hafnað ásökununum. 6.1.2023 16:59