Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2024 23:32 Mike Pence telst ekki lengur einn dyggasti bandamaður Trumps. AP/Alex Brandon Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég mun ekki lýsa stuðningi við Donald Trump í ár,“ sagði Pence í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News en þetta er í fyrsta sinn sem hann upplýsir um afstöðu sína frá því að Trump varð væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Pence sóttist einnig eftir því að verða forsetaefni flokksins fyrir komandi kosningar en dró framboð sitt gegn Trump til baka áður en innanflokkskjör hófst í fyrra. Pence: I will not be endorsing Donald Trump pic.twitter.com/YJIuTBjzNR— Acyn (@Acyn) March 15, 2024 Flokksforingjar ætlast til þess að forsetaframbjóðendaefni sem hljóti ekki náð fyrir augum flokksmanna snúi bökum saman þegar líða fer að forsetakosningum og hvetji stuðningsfólk sitt til að styðja fulltrúa repúblikana. Til að mynda voru þátttakendur í forvali flokksins látnir heita því að styðja að endingu við forsetaefnið. Pence kemur fast á hæla annarra hátt settra aðila innan ríkisstjórnar Trumps sem neita að lýsa yfir stuðningi við nýjustu atlögu þessa fyrrverandi yfirmanns þeirra að Hvíta húsinu. Á meðan flestir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir hátt settir fulltrúar hans fylkja liði bakvið Trump hefur hávær minnihluti lagst gegn framboði hans, að því er fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar. Pence var lengi talinn einn tryggasti bandamaður Trumps áður en hann sneri baki við honum og neitaði að taka þátt í tilraunum hans til að halda í völd eftir tapið gegn Joe Biden í forsetakosningunum árið 2020. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
„Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég mun ekki lýsa stuðningi við Donald Trump í ár,“ sagði Pence í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News en þetta er í fyrsta sinn sem hann upplýsir um afstöðu sína frá því að Trump varð væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Pence sóttist einnig eftir því að verða forsetaefni flokksins fyrir komandi kosningar en dró framboð sitt gegn Trump til baka áður en innanflokkskjör hófst í fyrra. Pence: I will not be endorsing Donald Trump pic.twitter.com/YJIuTBjzNR— Acyn (@Acyn) March 15, 2024 Flokksforingjar ætlast til þess að forsetaframbjóðendaefni sem hljóti ekki náð fyrir augum flokksmanna snúi bökum saman þegar líða fer að forsetakosningum og hvetji stuðningsfólk sitt til að styðja fulltrúa repúblikana. Til að mynda voru þátttakendur í forvali flokksins látnir heita því að styðja að endingu við forsetaefnið. Pence kemur fast á hæla annarra hátt settra aðila innan ríkisstjórnar Trumps sem neita að lýsa yfir stuðningi við nýjustu atlögu þessa fyrrverandi yfirmanns þeirra að Hvíta húsinu. Á meðan flestir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir hátt settir fulltrúar hans fylkja liði bakvið Trump hefur hávær minnihluti lagst gegn framboði hans, að því er fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar. Pence var lengi talinn einn tryggasti bandamaður Trumps áður en hann sneri baki við honum og neitaði að taka þátt í tilraunum hans til að halda í völd eftir tapið gegn Joe Biden í forsetakosningunum árið 2020.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46