Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir að hafa ráðist inn með öxi Karlmaður sem grunaður er um tilraun til vopnaðs ráns í skartgripaverslun í Reykjanesbæ í vikunni hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar á Suðurnesjum. 22.2.2020 14:54
Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22.2.2020 13:15
Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22.2.2020 11:45
29 ára karlmaður ákærður fyrir moskuárásina í Lundúnum 29 ára karlmaður sem er sakaður um að hafa stungið bænakallara í mosku í London á fimmtudag hefur verið ákærður fyrir grófa líkamsárás og vörslu eggvopns. 22.2.2020 10:45
Ása og Sandra settar í embætti dómara við Landsrétt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásu Ólafsdóttur, prófessor og forseta lagadeildar Háskóla Íslands, og Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt. 22.2.2020 10:15
Litlu mátti muna þegar flugvallarstarfsmaður flaug vél án réttinda Flugvallarstarfsmaður var nálægt því að hafa orðið valdur að flugslysi þegar hann flaug flugvél án tilskilinna réttinda í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. 20.2.2020 23:30
Ástin skorar hærra hjá þjóðinni en enski boltinn Raunveruleikaþættirnir Love Island og Bachelor hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi og bera áhorfstölur þess sterk merki. Síminn, sem er einnig rétthafi ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi, upplýsti um það í dag að mun meira áhorf sé á þættina en á enska boltann. 20.2.2020 21:30
Bretar og Bandaríkjamenn saka Rússa um stórfelldar netárásir á Georgíu Bresk stjórnvöld saka leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) um að hafa staðið að baki stórfelldum netárásum á Georgíu í fyrra. Árásirnar eru sagðar hafa gert yfir tvö þúsund vefsíður óaðgengilegar þar í landi. 20.2.2020 20:00
Stjórnvöld vinna að því að flytja íslenska fjölskyldu frá Wuhan í Kína Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að komast heim vegna COVID-19 veirunnar. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar. 20.2.2020 17:45
Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. 18.2.2020 23:30