Bjóða frestun á greiðslu fasteignagjalda vegna faraldursins Sveitarstjórn Blönduósbæjar hefur samþykkt að bjóða heimilum og fyrirtækjum upp á að sækja um greiðslufrest á fasteignagjöldum. Sveitarstjórn Húnaþings vestra frestar einnig næstu þremur gjaldögum. 25.3.2020 00:00
Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24.3.2020 23:28
Fann fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. 24.3.2020 20:42
Ríkisstjórnin hyggst fara strax í að stækka Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll Ríkisstjórnin hyggst leggjast í stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli ásamt stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri sem hluta af fjárfestingaátaki sínu. 24.3.2020 19:56
Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24.3.2020 17:39
Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24.3.2020 00:00
41 nú greinst í Vestmannaeyjum og 487 í sóttkví Ellefu ný kórónuveirusmit hafa nú greinst í Vestmannaeyjum og hefur 41 einstaklingur nú greinst þar með veiruna. Af þeim ellefu sem eru nýgreindir voru sex þegar í sóttkví. 23.3.2020 23:50
Lánveitendur veita fyrirtækjum sex mánaða greiðslufrest á lánum Lánveitendur hafa gert með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Með samkomulaginu verður fyrirtækjum gert mögulegt að sækja um allt að sex mánaða greiðslufrest hjá sinni lánastofnun að uppfylltum skilyrðum. 23.3.2020 23:16
Útgöngubann sett á í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 23.3.2020 20:54
Óhreinsað skólp fer nú út í sjó eftir að Reykvíkingar hunsuðu tilmæli Hreinsistöð fráveitu við Klettagarða er nú óstarfhæf og fer óhreinsað skólp í sjó. Að sögn Veitna er ástæðan gríðarlegt magn af blautklútum, þar á meðal sótthreinsiklútum, í fráveitukerfinu í Reykjavík. 23.3.2020 19:44
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti