Útgöngubann sett á í Bretlandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2020 20:54 „Þið verðið að halda ykkur heima" sagði Boris Johnson í ávarpi sínu nú í kvöld. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Samkvæmt þessum nýju tilmælum verður Bretum óheimilt að yfirgefa heimili sitt nema nauðsyn beri til. Sömuleiðis verður óheimilt fyrir fleiri en tvo einstaklinga að safnast saman á almannafæri nema um sé að ræða sambýlisfólk. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Verður landsmönnum nú einungis leyft að fara út fyrir hússins dyr til innkaupa á nauðsynjum, til að sækja sér heilbrigðisþjónustu eða fara í og úr vinnu þegar nauðsyn krefur og um að ræða starf sem ekki er hægt að sinna heima fyrir. Einnig verður fólki leyft að yfirgefa heimilið til þess að hreyfa sig einu sinni á dag og til að veita öðrum nauðsynlega umönun eða aðstoð. Þar að auki verður öllum verslunum sem selja ekki nauðsynjar lokað ásamt bókasöfnum, leikvöllum og trúarbyggingum. Þá verður bannað að halda hinar ýmsu athafnir á borð við brúðkaup og skírnir, að jarðarförum undanskildum. Fram kom í ávarpi forsætisráðherrans að lögreglunni væri heimilt að beita sektum ef brotið yrði á tilmælunum sem taka gildi strax í kvöld. Þau munu gilda í minnst þrjár vikur. Alls hafa 335 látist í landinu af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Samkvæmt þessum nýju tilmælum verður Bretum óheimilt að yfirgefa heimili sitt nema nauðsyn beri til. Sömuleiðis verður óheimilt fyrir fleiri en tvo einstaklinga að safnast saman á almannafæri nema um sé að ræða sambýlisfólk. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Verður landsmönnum nú einungis leyft að fara út fyrir hússins dyr til innkaupa á nauðsynjum, til að sækja sér heilbrigðisþjónustu eða fara í og úr vinnu þegar nauðsyn krefur og um að ræða starf sem ekki er hægt að sinna heima fyrir. Einnig verður fólki leyft að yfirgefa heimilið til þess að hreyfa sig einu sinni á dag og til að veita öðrum nauðsynlega umönun eða aðstoð. Þar að auki verður öllum verslunum sem selja ekki nauðsynjar lokað ásamt bókasöfnum, leikvöllum og trúarbyggingum. Þá verður bannað að halda hinar ýmsu athafnir á borð við brúðkaup og skírnir, að jarðarförum undanskildum. Fram kom í ávarpi forsætisráðherrans að lögreglunni væri heimilt að beita sektum ef brotið yrði á tilmælunum sem taka gildi strax í kvöld. Þau munu gilda í minnst þrjár vikur. Alls hafa 335 látist í landinu af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira